fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024

Ruglaður eftirréttur

Blaka
Laugardaginn 20. maí 2017 09:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég veit að ég hljóma eins og biluð plata þegar ég þarf að lýsa þessum dásemdum á blogginu mínu (já, ég er mjög hógvær) en þessi eftirréttur er eitthvað sem maður getur töfrað fram með annarri en samt látið fólk halda að maður hafi staðið sveittur við eldavélina heilan dag til að tjasla þessu saman.

Þetta er sem sagt í einu orði tryllt. Brjálað. Ruglað. Og fyrst og fremst: Gott!

Hráefni

Búðingur

1bolli hrísgrjón

3 1/2bolli nýmjólk

1 vanillustöng

2 Nesbú-eggjarauður

1/2bolli rjómi

1/4bolli sykur

smá salt

100g grófsaxað hvítt súkkulaði

 

Nammimöndlur

1/2bolli möndluflögur

1 1/2 msk sykur

 

Nammibananar

1 banani

2msk sykur

 

Karamellusósa

1/2bolli púðursykur

1/2bolli rjómi

smá salt

2msk smjör

Leiðbeiningar

Búðingur

  1. Skafið úr vanillustönginni og setjið kornin og sjálfa stöngina í pott með mjólk og hrísgrjónum. Hitið yfir meðalháum hita líkt og um grjónagraut væri að ræða og leyfið að malla í 20 til 25 mínútur og hrærið við og við í grautnum.
  2. Blandið saman eggjarauðum, rjóma, 1/4 bolla af sykri og salti. Bætið því næst hvíta súkkulaðinu út í.
  3. Þegar grjónagrauturinn er tilbúinn er eggjarauðublöndunni bætt út í og suðan látin koma upp. Takið pottinn af hellunni þegar allt súkkulaðið er bráðnað. Takið vanillustöngina úr og hendið henni. Setjið í skálar og skreytið með möndlum, bönunum og karamellusósu.

Nammimöndlur

  1. Setjið sykur og möndlur á pönnu og hitið yfir meðalháum hita.
  2. Hrærið í þessu þegar sykurinn byrjar að bráðna þannig að hann karamelliseri möndlurnar vel.
  3. Setjið á bökunarpappír og leyfið möndlunum aðeins að jafna sig.

Nammibananar

  1. Skerið banana í sneiðar og veltið upp úr sykrinum.
  2. Takið sömu pönnu og möndlurnar voru hitaðar á og setjið bananasneiðarnar á hana.
  3. Hitið yfir meðalháum hita í um 2 mínútur á hvorri hlið. Setjið á bökunarpappír og leyfið að jafna sig.

Karamellusósa

  1. Setjið öll hráefni á sömu pönnu og þið eruð búin að vera að nota og bræðið saman yfir meðalháum hita í um 2 mínútur, eða þar til blandan er fallega brún og farin að þykkna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Rétt í þessu
Ruglaður eftirréttur

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Móðir Mbappe fann strax gríðarlegan mun

Móðir Mbappe fann strax gríðarlegan mun
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Óhapp í háloftunum – Flugfreyja fékk óþægilegt verkefni

Óhapp í háloftunum – Flugfreyja fékk óþægilegt verkefni
Matur
Fyrir 4 klukkutímum

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Loksins búið að slá met Adu í efstu deild – Fer til Manchester City eftir fjögur ár

Loksins búið að slá met Adu í efstu deild – Fer til Manchester City eftir fjögur ár
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Ólafur og börnin stefna á karatemót í Rúanda – ,,Hafði ekki brjóst í mér að segja þeim að við ættum alls ekki efni á því“

Ólafur og börnin stefna á karatemót í Rúanda – ,,Hafði ekki brjóst í mér að segja þeim að við ættum alls ekki efni á því“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Falk segir að Trent sé opinn fyrir brottför

Falk segir að Trent sé opinn fyrir brottför
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrrum vandræðagemsinn tekur mjög óvænt skref: Fann sér áhugavert áhugamál í einangrun – Stofnar nú fyrirtæki

Fyrrum vandræðagemsinn tekur mjög óvænt skref: Fann sér áhugavert áhugamál í einangrun – Stofnar nú fyrirtæki
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjaldan séð jafn eigingjarna framkomu á ævinni: Skýtur föstum skotum á Ronaldo – ,,Allir nema hann“

Sjaldan séð jafn eigingjarna framkomu á ævinni: Skýtur föstum skotum á Ronaldo – ,,Allir nema hann“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.