fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025

Bylgja Babýlons býður þjóðinni í afmælisveislu – „Það er erfitt að muna að maður eigi afmæli með adhd“

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 20. maí 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvers konar manneskja heldur upp á afmælið sitt með því að bjóða fólki að stíga á svið til að henda gaman að sér? Jú, manneskja eins og Bylgja Babýlons, uppistandari og ofurkona sem verður þrítug um helgina. Í tilefni afmælisins hefur hún boðið til viðburðar á Húrra!, en viðburðinn kallar hún Þrítugs-Róst Bylgju Babýlons. Þar munu helstu grínarar landsins stíga á svið og gera grín að Bylgju í tilefni dagsins. Í lýsingu á viðburðinum stendur:

Ég verð þrjátíu ára gömul í maí og af því tilefni er róst og partý á Húrra. Róst er svona eins og grill nema í ofni og partý er svona djamm.

Blaðakona heyrði aðeins í Bylgju á facebook og samtalið var á þessa leið:

Blaðakona: Ertu ekkert kvíðin?

Bylgja: Jú smá haha…

Blaðakona: Hvað ertu að vona að komi ekki upp? (já ég er með þig í viðtali)

Bylgja: Ég ætla ekki að segja hvað ég vona að komi ekki upp því grínararnir sem koma fram gætu lesið þetta og minnast þá pottþétt á það. (flott að setja svona „we’re on the record“ aðvörun í sviga hahaha)

Blaðakona (minnug athugasemda Bylgju við áberandi afmælisboð nýverið): Fékkstu Tinnu Alavis til að stílisera boðið? Eða er það kannski bara svolítið í hennar anda?

Bylgja: Ég klikkaði á að heyra í Tinnu sem var algert klúður en Jono og Snjólaug ætla að mæta fyrr með mér og við ætlum að gera eitthvað svakalegt við þennan sal. Innrétta hann úr partýbúðinni. Þau eru nátturlega bæði miklar smekkmanneskjur. Tinna veitti mér auðvitað innblásturinn eins og þekkt er orðið. En þetta verður hrikalega gaman og Jono og Snjólaug eru líka að fara að rósta hvort annað þannig að það verður xanax á línuna!

Blaðakona: Ókei frábært

Bylgja: Já Tinna er með þetta og það væri gaman ef hún kæmi og gæfi okkur kannski punkta eftir á um hvað betur mætti fara og svona.

Blaðakona: Ertu með þessu að senda ákall til Tinnu Alavis?

Bylgja: Nei nei, en henni er að sjálfsögðu boðið eins og landsmönnum öllum eins og þeir leggja sig!

Blaðakona: Oh svo fallegt! Þjóðin í afmæli Bylgju. Verður bein útsending á Facebook?

Bylgja: Hahaha, já komið öll og komið með pakka! En þetta með facebook er góð hugmynd. Ég er ekki mjög góð í að plana hlutina.

Blaðakona: Er erfitt að plana afmæli fyrir konu með adhd?

Bylgja: Það er erfitt að muna að maður eigi afmæli með adhd. Svo fékk ég Snjólaugu til að vera kynnir og hún man stundum ekki hvað hún heitir þannig að þetta verður eitthvað stórkostlegt.

Blaðakona: Hahahah. Ertu viss um að þú verðir þrítug?

Bylgja: Mamma allavega spurði hvað ég vildi í þrítugsafmælisgjöf.

Blaðakona: Ókei það er merki. Nokkuð öruggt.

Bylgja: Já hún mamma er yfireitt með svona lagað á hreinu.

Blaðakona: Oh mömmur eru svo solid!

Allir landsmenn eru sem sagt velkomnir í afmæli Bylgju á skemmtistaðnum (ekki fatabúðinni) Húrra á laugardagskvöldið. Hér er viðburðurinn á facebook!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Lýsa yfir vanþóknun á ósannindum sveitarfélaganna og skora á stjórnarmenn að gera grein fyrir afstöðu sinni

Lýsa yfir vanþóknun á ósannindum sveitarfélaganna og skora á stjórnarmenn að gera grein fyrir afstöðu sinni
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Birtu undarlega færslu þar sem stjarnan sást syngja lag með Ed Sheeran

Birtu undarlega færslu þar sem stjarnan sást syngja lag með Ed Sheeran
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ætla að flytja inn erlendan dómara eftir margar kvartanir

Ætla að flytja inn erlendan dómara eftir margar kvartanir
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

„Ég finn það alveg í dag að um leið og ég set mig í fyrsta sæti og líður vel þá líður börnunum mínum vel“

„Ég finn það alveg í dag að um leið og ég set mig í fyrsta sæti og líður vel þá líður börnunum mínum vel“
EyjanFastir pennar
Fyrir 11 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Klæðnaður þingmanna

Óttar Guðmundsson skrifar: Klæðnaður þingmanna
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.