Nú er loks vertíðin á enda runnin þetta árið og við þökkum kærlega fyrir samfylgdina!
Áður en við skríðum inn í PED-ið og hlustum á Amar pelos Dois á repeat í fósturstellingu og allar lúppur af Epic Sax Guy sem internetið hefur að geyma, skulum við rifja upp allt það sem var skrítið og skemmtilegt á úrslitakvöldinu á laugardaginn var.
Við verðum að sjálfsögðu að taka fram 49 atriði – eitt fyrir hvert portúgalskt framlag fram til dagsins í dag! 🙂
- Hressleikinn í kynningum á lögunum setti punktinn yfir i-ið í stemmningarsköpun, hollensku 90’s-gellurnar áttu klárlega flottasta samhæfða múvið!
- Ísraelinn stóð sig því miður ekki sem best í úrslitunum – ótrúlegt samt að hann hafi náð 3. sæti í undankeppninni en endaði í 23. sæti í úrslitunum. Gæti röðin á svið (fyrstur) haft eitthvað þar að segja líka?
- Frammistaða Fransescos okkar, sem mestar væntingar hafa auðvitað verið um, var ekki beinlínis töfrum líkust en mjög góð og heildarpakkinn flottur – svona rétt eins og cannelloni með kotasælu, spínati og basilikku; pottþétt en ekkert stórkostlegt!
- Samt gott múv hjá honum að vera með regnbogarendur á jakkafötunum, kúdos!
- Pólsku brjóstin voru umtöluð eftir undankeppnina; annað hafði aumingja Kasia undir handleggnum á meðan hitt var á sínum stað. Kjóllinn var meira á sínum stað í aðalkeppninni. Húrra fyrir því!
- Aww, hvítrússneski kossinn í lok lagsins var einlægur og krúttlegur.
- Sá í lok rúmenska lagsins var meira eins og árás, úff!
- Mikið hlýtur að vera skemmtilegt að hanga svona í tunglinu hans Nathans Trent. Getur Páll Óskar ekki fengið það fyrir Gaypride-vagninn sinn? Nathan ætlar pottþétt ekki að nota það áfram…
- Ætli sviðshönnuður Armena sé enn að hlusta mikið á Ray of Light með Madonnu?
- Hollendingarnir hafa ætlað að teika sviðshönnunina frá elsku elsku Michal okkar frá Póllandi í fyrra – með letri fyrir lögblinda. Mögulega skipti það sköpum.
- Flosi okkar á 35. mínútu sló algjörlega í gegn – fékk tvít um sig og allt! Love!!
- Máttur internetsins svíkur ekki og Epic Sax Guy kom, sá og kom einu fátækasta ríki Evrópu í 3. sæti heilt yfir!
- Gullfossinn í danska laginu gerði það vissulega bærilegra en ekki gott samt.
- Sjokkið sem við fengum yfir tilkynningu Ísraela í beinni útsendingu í kosningunni! Þýðir þetta að við fáum aldrei fleiri gulldrengi? ALMÁTTUGUR!
- DiHaj aserska hlýtur að hafa náð myllu með þessum krossum sínum á bök bakraddasöngvaranna – við veltum því fyrir okkur hvað þeir eigi annars að þýða!?
- Króatinn ákvað greinilega að reyna einn síns liðs að toppa Il volo, með óperusöng á ítölsku – stælaði meira að segja hárgreiðsluna þeirra og YESSaði vel í lokin!
- Við héldum nánast allan tímann fyrir eyrun í ástralska laginu, því við óttuðumst að það kæmi annar skrækur eins og í undankeppninni. En Isahiah stóð sig mun betur á laugardag – og komst í 9. sæti.
- Ótrúlegt samt að lag geti komist í 9. sæti þegar hann fékk ekki nema 2 stig úr símakosningu…
- Hræðilegi skrækfalski tónninn kom svo í spænska laginu stuttu seinna – og við vorum engan veginn viðbúnar! Jæks! Ekki að furða að síðasta sætið varð þeirra…
- Noregur samplaði sig inn í 10. sætið – spurning hvort við sjáum miklar breytingar í raddnotkun á sviði strax í næstu keppni?
- Måns stóð sig að okkar mati mun betur í þessu 3 mínútna innslagi en hinir þrír allt showið… minnti okkur á hvað við söknum LoveLovePeacePeace!
- Á topp 10 enduðu þrjú af fjórum lögum sem sungin voru á frummálunum; portúgölsku, ítölsku og ungversku. Hvít-Rússarnir lentu svo í 17. sæti, með hvítrússneskuna í fyrsta sinn, sem er nokkuð gott!
- Lucie hin breska virðist ekki hafa áttað sig almennilega á close up-unum sínum því að tjáningargretturnar hennar voru þvílíkar að við vorum farnar að halda að hún væri að stæla Salvador.
- Hárgreiðsla þýsku stúlkunnar hefði aðeins mögulega getað orðið þýskari ef hún hefði verið með mullet! Hún var allavega mjög busy in the front en lítið party in the back!
- Georgíski sigurvegarinn í Junior Eurovision 2016 lét kynnana þrjá líta afar illa út! Þeir voru í 3 mánuði í enskukennslu fyrir keppni! Hún er 11 ára.
- Ruslana blessunin hefur lítið skánað í enskunni sem heyrðist dálítið í annars skemmtilegu atriði í hléinu og er enn á fullu í víkingaþemanu, að minnsta kosti hringabrynjunni.
- Rasskynnabrandarinn hans Gísla Marteins fékk okkur til að skella upp úr! Tékkið á 2:41:00 🙂
- Eina dómnefnd þjóðar í úrslitunum sem ekki gaf Portúgal stig var hin búlgarska – keppnisskap much?
- En portúgalska dómnefndin gaf reyndar heldur ekki Ítalíu eða Búlgaríu nein stig.
- Eftir að dómnefndirnar höfðu lokið sér af og Portúgal var í forystu héldum við næstum að þetta væri komið og símakosningin myndi raða þessu allt öðruvísi.
- Ótrúlegt að Ítalinn hafi ekki fengið meira úr símakosningunni – við ímyndum okkur að Ítalía sé enn í sjokki en vonumst til að þetta verði ekki til þess að þeir hætti aftur að keppa!
- Portúgalar hafa náð ótrúlegum árangri á 20 árum: 0 stig árið 1997 og 758 stig og sigur árið 2017!
- Ótrúlegasta sætaskipanin hlýtur að vera Króatía í 13. sæti! Hvaða brandari var það sem við náðum ekki?
- Knús á Marcus and Martinus frá Noregi – krúttmonsur kvöldsins!
- Hins vegar minnti Björgvin Halldórsson okkur mest á Austin Powers með Portúgal-handahreyfingunni!
- Merkilegt þegar fagnað var nágrannastigum Spánar til Portúgals en búað yfir stigum Finnlands til Svíþjóðar!
- Hins vegar gáfu Portúgalir Spánverjum ekki eitt einasta stig.
- Aumingja Levina frá Þýskalandi felldi nokkur tár þegar næstsíðasta sætið varð staðreynd.
- Bretum gekk betur nú en oftast áður frá aldamótum og höfnuðu í 15. sæti.
- Þeir fengu þó engin dómnefndarstig frá Írlandi eða Möltu en gamla nýlendan Ástralía gaf Bretlandi fullt hús stiga!
- Douwe Bob frá Hollandi stal hugmyndinni frá Unnsteini Manúel frá í fyrra og mætti líka með hundinn til að tilkynna stigin!
- Auðvitað þekkjum við fótboltakenninguna um EM og hún átti við um laugardaginn: Árið 2004 vinnur Grikkland EM í fótbolta, ári síðar vinna Grikkir Júróvisjón. Í fyrra unnu Portúgalir EM og sigruðu svo í Júróvisjón í ár.
- Búlgarir toppa sig frá því í fyrra þegar Poli okkar lenti í 4. sæti. Þýðir það ekki að þeir hljóta að vinna á næsta ári?
- Síðan tungumálin voru gefin frjáls virðist lag á frummáli einungis sigra á árum sem enda á 7 (það er 2007 og 2017). Ætli séu 10 ár í næsta lag á frummáli?
- Áhugavert að síðustu tvö ár hefur þjóð unnið ári eftir að þær tóku sér ársfrí: Úkraína í fríi 2015 og vann 2016, Portúgal í fríi 2016 og vinnur í ár!
- Dásemd kvöldsins var auðvitað þegar systkinin sungu saman, ó þvílík stund!
- Þau skiptust líka svo fallega á – mætti halda að þetta hafi verið æft, sem það hefur klárlega ekki verið!
- Skilaboð Salvadors: „We live in a world of disposable music, fast-food music without any content, and I think this could be a victory for music with people that make music that actually means something. Music is not fireworks, music is feeling, so let’s try to change this – and bring music back, which is really what matters.“
- Sérstakt að kynnarnir þyrftu endilega að taka fram hversu opið og nútímalegt land Úkraína væri – svona ef einhver skyldi vera að efast eftir kosningu kvöldsins…