fbpx
Þriðjudagur 18.mars 2025

Karamellukaka með lakkrísglassúr

Blaka
Sunnudaginn 14. maí 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í uppskriftinni, sem er ofureinföld svo því sé haldið til haga, er karamellusósa en ég bý alltaf til sömu heimagerðu karamellusósuna og uppskrift að henni má finna hér. Mér finnst hún einfaldlega bara miklu betri en þær tilbúnu sósur sem ég hef prófað en auðvitað er ekkert mál að stytta sér leið og kaupa tilbúna.

Svo saxaði ég lakkrískúlur frá Johan Bülow til að hafa ofan á þessari dásemd en kúlurnar eru sko ekki bara til skrauts. Þær undirstrika allt sem er í gangi í kökunni og lyfta henni upp á hærra plan. Þannig að ekki sleppa kúlunum – þær eru trylltar!

Karamellukaka með lakkrísglassúr

Hráefni

Kaka

115g mjúkt smjör

1bolli sykur

2 Nesbú-egg

1tsk vanilludropar

1 1/2bolli Kornax-hveiti

1/4tsk  lyftiduft

1/4tsk matarsódi

1/2tsk sjávarsalt

1msk karamellusósa

1/2bolli rjómi

Glassúr

1/4bolli lakkríssíróp frá Johan Bülow

2msk flórsykur

10 lakkrískúlur frá Johan Bülow(til að skreyta)

Leiðbeiningar

Kaka

  1. Hitið ofninn í 180°C og smyrjið formkökuform.
  2. Blandið smjöri og sykri vel saman. Bætið eggjunum og vanilludropum saman við og hrærið vel.
  3. Blandið hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti saman við og hrærið.
  4. Að lokum er karamellusósunni og rjómanum blandað vel saman við.
  5. Hellið deiginu í formið og bakið í 45 mínútur.

Glassúr

  1. Blandið sírópi og flórsykri saman og hellið yfir volga kökuna.
  2. Saxið lakkrískúlurnar og drissið þeim yfir glassúrinn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Efniviður Reynis er Borgarfjörður, landslagið og fólkið

Efniviður Reynis er Borgarfjörður, landslagið og fólkið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Svakaleg frásögn: Stórstjarnan komst að því úr óvæntri átt að kærastan hans hefði sofið hjá fjölda karlmanna

Svakaleg frásögn: Stórstjarnan komst að því úr óvæntri átt að kærastan hans hefði sofið hjá fjölda karlmanna
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Veit ekki alveg hvar honum er illt

Veit ekki alveg hvar honum er illt
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Segir töluvert um kynferðislegt ofbeldi innan íslenskra fangelsa – „Verra kannski að vera fastur í fangelsi með geranda sínum“

Segir töluvert um kynferðislegt ofbeldi innan íslenskra fangelsa – „Verra kannski að vera fastur í fangelsi með geranda sínum“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.