Íslendingar hafa verið duglegir að tjá sig á Twitter um Eurovision söngvakeppnina undir myllumerkinu #12stig. Hér eru nokkur skemmtileg tíst fyrir úrslitakvöldið, eins og tillaga að drykkjuleik þar sem Gísli Marteinn er í aðalhlutverki, vangaveltur um vinsældir portúgalska lagsins og frumleika sænska lagsins. Sjáðu þau hér fyrir neðan.
Er með einfaldan en skotheldan euro drykkjuleik:
Drekka þegar Gísli Marteinn talar um nágranna, austantjald eða klíkur#12stig #blackout— E.L. Rey (@ElinLara13) May 13, 2017
Jæja, júró í kvöld. Munið að eyða ekki bestu bröndurunum á partíið; þeir eiga heima á Twitter. #12stig
— Svanhvít Lilja (@svansvanhvit) May 13, 2017
Klukkan hvað fer Svali Björgvins á svið? #12Stig
— Óli Ævarsson (@oliaevarsson) May 13, 2017
Þegar ég hlusta á írska lagið langar mig að klæða mig í síðkjól og hæla og svífa um gólfið í vínarvalsi. #12stig
— VeigaMaría (@veigamaria_) May 13, 2017
Af hverju Portúgal? Upplýsið mig plís #12stig
— Birna Sigurðardóttir (@birnasig) May 13, 2017
Getur einhver útskýrt fyrir mér HVAÐ fólk sér við Portúgal og Ítalíu í Eurovision? Mér finnst þetta vera hundleiðinleg lög. #12stig
— Gudjon Jonsson 🌐 (@gauiis) May 13, 2017
Kveðjum alla viðskiptavini með ,,Gleðilegt Júróvisjón.“ Fólk tekur því mjög misvel #12stig
— Hólmfríður Bjarnard. (@Bjarnardottir3) May 13, 2017
Svíar tóku lagið sem JT flutti á lokakvöldinu hjá þeim í fyrra, skelltu því 2sek í blandara og báru síðan aftur á borð fyrir Evrópu. #12stig
— Sunnfríður (@SunnaSveins) May 13, 2017
Spörum peninga @RUVSjonvarp og sendum Silvíu Nótt aftur á #Eurovision aftur og aftur með sama lagið þar til fólk fattar grínið. #12stig
— H. Hafsteinz (@Hafsteinz) May 13, 2017
Mér er sama um heilbrigðisþjónustu og drasl. Ég óttast tölvuárás á júró annað kvöld #12stig
— Ásþór Sævar (@asthor_s) May 12, 2017
Sjá fleiri bara Friðrik Dór og Valdimar þegar króatíska sjarmatröllið stígur á svið í Kiev? #12stig #esc2017 pic.twitter.com/Z4lHKaxRKu
— Gunnar Wiencke (@Gwiencke) May 12, 2017
Ég hef oft verið spurð að því hvort Bó sé pabbi minn. Enn hefur engum komið til hugar að spyrja hvort Svala sé systir mín. #12stig
— Brynhildur Yrsa (@BrynhildurYrsa) May 12, 2017
Að vera sænskur lagahöfundur í Euro er örugglega eins og að spila Sims. Þú bjóst þá alla til, og horfir svo á þá tortíma hver öðrum. #12stig
— Nína Richter (@Kisumamma) May 12, 2017
Þetta er að bresta á. Ég er kominn í latastrák og til í slaginn! #12stig
— Bergþór Jónsson (@beggidotcom) May 13, 2017
Setjum þetta í gang #12stig https://t.co/fPpHBtvP2k
— Stefán Eiríksson (@StefanEiriks) May 13, 2017
Börnin spennt, steikin tilbúin og konan komin með öl.
Mundi svo að ég á ekki konu & börn & er bara 1 að borða þurra pakkabernessósu #12stig— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) May 13, 2017
Ef þið viljið vera ógerðslega full í kvöld þá takið þið sopa hvert sinn sem Gísli Marteinn segir lélegann brandara #12stig
— Eyvindur Elí (@EyvindurEli) May 13, 2017