fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

Lilja er listakona með förðunarburstann – Ný förðun daglega í 100 daga

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 12. maí 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Þorvarðardóttir er förðunarfræðingur sem útskrifaðist úr Mask makeup academy & airbrush á síðasta ári. Lilja hefur mikla listræna hæfileika og á það til að týna sjálfri sér í listinni sinni. Hún er algjör hrútur, með gríðarlegan athyglisbrest og á það til að fara langt út fyrir ramman þegar hún leikur sér með förðunarburstan.
Lilja ákvað á dögunum að skora á sjálfa sig með nýju verkefni þar sem hún gerir eina nýja förðun á sjálfa sig á hverjum degi í hundrað daga.


Ég rakst á myndir af listaverkunum sem Lilja farðar á sig fyrir tilviljun, og heillaðist gjörsamlega af þessari hæfileikaríku stelpu og fékk leyfi hjá henni til þess að taka við hana örlítið viðtal og fá að birta nokkrar af þeim förðunum sem hún hefur gert.


Gefum Lilju orðið:

„Mig langaði að gera þessa áskorun aðallega til að sjá hvort ég gæti í raun og veru gert þetta. Þetta er frábær áskorun á sjálfan sig til að sjá hvort maður hafi úthaldið.“

„Ég hef verið að vinna sem freelance förðunarfræðingur þar á meðal við allskonar verkefni og fleira. Ég tók þátt í NYX nordic face awards sem er alþjóðleg förðunarkeppni fyrir Norðurlöndin og ég komst í topp 30. Þar einhvernvegin jókst áhuginn á því að sýna meira hvað ég er að gera á netinu, þar á meðal snapchat og instagram.“

„Hugmyndin að þessu verkefni hefur verið á netinu í langan tíma og ég hef séð marga förðunarfræðinga úti vera að taka þátt og skora á sjálfa sig. Hugsunin er að skora á sjálfan sig og halda sig við verkið. Sem sagt að halda áfram að æfa sig og koma listinni sinni á framfæri.“


„Þetta krefst mjög mikils tíma og þolinmæði!“
Segir Lilja og hlær þegar ég spyr hana um hver sé munurinn á venjulegri förðun og svona öfgakenndri förðun eins og hún gerir oft.


„Nei, ég segi svona. Ég hef alltaf verið ótrúlega mikil listakona og það er mín ástríða í lífinu að skapa hluti með höndunum. Áður en ég byrjaði í förðun þá var ég listakona og gerði allskonar listaverk. Þar hef ég bakgrunninn sem gerir mér kleift að koma frá mér listinni minni á líkamann minn.“


Hægt er að fylgjast með þessari flottu listakonu á Snapchat og Instagram undir: Liljathormua

Á hverjum degi sýnir Lilja hvernig hún framkvæmir hverja og eina förðun inná Snapchatinu sínu og virkilega gaman og heillandi að fylgjast með henni skapa listaverk sín skref fyrir skref.


Lilja skorar á aðra förðunarfræðinga og listamenn að leggja í sama verkefni og hún er að gera. Skora á sjálfan sig og verða þannig betri í því sem þau taka sér fyrir hendur. Halda áfram að koma list sinni á framfæri og sýna heiminum hæfileikana.

Sjá einnig:

Lilja Þorvarðardóttir: Les Hobbitann, skilur ekki Twitter og vill hitta Jennu Marbles

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ná samkomulagi við Greenwood

Ná samkomulagi við Greenwood
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Aflýsti tónleikaferð vegna ummæla um Trump

Aflýsti tónleikaferð vegna ummæla um Trump
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sagði Vilhjálmur prins þetta virkilega meðan heimsbyggðin horfði? – Varalesari fenginn í málið

Sagði Vilhjálmur prins þetta virkilega meðan heimsbyggðin horfði? – Varalesari fenginn í málið
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þessi tölfræði í tapi United í gær veldur áhyggjum – Sama vandamál og á síðustu leiktíð

Þessi tölfræði í tapi United í gær veldur áhyggjum – Sama vandamál og á síðustu leiktíð

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.