Síðustu mánuðir og ár hafa verið afar viðburðarík hjá Söru Ómarsdóttur og fjölskyldu hennar. Eftir margra ára árangurslausar tilraunir til að eignast annað barn sneru Sara og eiginmaður hennar sér að fósturkerfinu. Ári seinna fengu þau sex daga gamla stúlku í fangið. Ári síðar greindist Sara með krabbamein. Í einlægu viðtali ræðir Sara um baráttuna við ófrjósemina, dótturina sem er komin í varanlegt fóstur, veikindin og hvað þetta allt saman hefur kennt henni.
[ref]http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/sara-greindist-34-ara-med-krabbamein-thad-er-nanast-buid-ad-jarda-mann-vid-greiningu[/ref]