Aníta Jóhannsdóttir og Garðar Örn Sigmarsson unnusti hennar eignuðust sitt annað barn fyrir tveimur dögum síðan. Þau eru búsett í Vestmannaeyjum en Aníta fæddi drenginn í Reykjavík. Aníta og Garðar höfðu þá beðið upp á landi í rúmar tvær vikur eftir að hann kæmi í heiminn en á meðan var eldri sonur þeirra var í góðu yfirlæti hjá ömmu og afa í Eyjum. Ástæðan fyrir því að þau ákvaðu að fara á fæðingardeildina í Reykjavík er sú að þau telja að „fæðingarþjónustan og aðstaðan sem okkur býðst hér í Eyjum ekki vera nægilega örugg vegna vöntunar á skurð- og svæfingarlækni.“
[ref]http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/anita-er-nybokud-modir-ur-vestmannaeyjum-eg-er-svekkt-og-pirrud[/ref]