Nú eru að koma páskar, sem er uppáhaldshátíðin mín. En það liggur engin merkileg afsökun á bak við það nema einfaldlega sú staðreynd að ég elska, elska, elska páskaegg. Það er sko ekki hægt að ná sambandi við mig á páskadag þegar ég hefst handa við að stúta einu páskaeggi, eða tveimur.
Þannig að ég ákvað að taka smá páskasnúning á blogginu og fyrst eru litlu hreiðrin mín fyrir sætu páskaungana. Mjög einfalt og vel hægt að nota sem skraut á páskaborðið. Þessi uppskrift er svo svakalega einföld að það er hægt að leyfa börnunum að gera þetta og sleppa ímyndunaraflinu lausu. Njótið!
1 bolli dökkt súkkulaði (grófsaxað)
1 msk smjör
2 bollar saltstangir (brotnar í bita)
Nammiegg (ég notaði hnetusmjörs M&M-egg sem ég fann í Kosti)