Frikki Vader vinur minn er að læra hárgreiðslu í Tækniskólanum. Hann er mjög töff náungi og þess vegna treysti ég mér fullkomlega til að bjóða mig fram sem tilraunadýr í permanent þegar hann óskaði eftir því í vikunni.
Ég mætti í Tækniskólann sjúklega hress á fimmtudagsmorgni og settist aldeilis óbangin í stólinn hjá Frikka.
Svo fór allt í gang og ég lagði hreinlega framtíð mína í hendur Frikka. En ég var samt ekki skelkuð nema í smá stund – hann var svo sannfærandi um strauma og stefnur í hártísku.
Eftir að ég fékk permanentið hef ég leitt hugann að nokkrum hlutum. Til dæmis þessu þrennu: