fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024

„Ég held að það að fá mjólk í brjóstin sé eins og að fá bóner í typpi“ – Pælingar Siggu Daggar

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 6. apríl 2017 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigga Dögg kynfræðingur er þessa dagana í fæðingarorlofi og eyðir dögum sínum að mestu með hinum 9 vikna gamla Benjamín Leó. Þegar kona hefur tíma milli brjóstagjafa og bleiuskipta til að hugleiða lífið og tilveruna getur ýmislegt skemmtilegt komið upp í hugann.

Hér koma hugleiðingar Siggu Daggar, birtar með góðfúslegu leyfi!

Hugleiðingar…halda áfram

1. Menn sem afplána stofufangelsi… hvernig væri að láta þá vera með „getnaðarvarnar“-dúkkurnar svo þeir fái nýja sýn á fæðingar„orlof“ og hvernig það er að vera heima með ungabarn? Rétt eftir að þú sest niður til að drekka kaffi þá þarftu að fara skipta eða hugga eða bara snúa barninu í hring og alltaf þegar þú ætlar að slaka á baawwwaaahhhaaaaa. Vekja svo á tveggja tíma fresti yfir nóttina. Bara svona ef viljum þyngja afplánunina. Jafnvel láta þá pumpa sig á tveggja tíma fresti. Mæla svo kortisólið, blóðþrýsting og hjartslátt. Pæling.

Gervibarn, ætlað til fælinga…

2. Ég þurfti að standa tvisvar upp frá tölvunni þegar ég skrifaði þetta.

Þetta er ekki Sigga – en mjög þreytt kona engu að síður!

3. Afhverju eru börn með innri hæðarskynjun og það má bara rugga þeim standandi en ekki sitjandi þægilega í sófanum, hvað er það?!

Svona gætu innri hæðarmælar ungbarns litið út.

4. Drengurinn prumpar svo hátt og svakalega að ég þarf næstum að góla yfir alla viðstadda – það var hann!!


5. Afhverju er fæðingarorlof 80% af tekjum? Er ódýrara að lifa í fæðingarorlofi? Ég hef velt þessu mikið fyrir mér.

Allt tómt!

6. Ég held að það að fá mjólk í brjóstin sé eins og að fá bóner í typpi. Standpína og brjóstamjólk eru því hliðstæður.

Góður er sopinn…

7. Fæðingarorlof = ristað brauð og kaffi

Morgunmatur í öll mál!

8. Ég vorkenni formæðrum mínum að hafa bara geta hótað líkamlegu ofbeldi sem refsingu fyrir óþekkt barna sinni, þær missa af mætti Ipadsins því mín reynsla er sú að það er engin hótun jafn meiðandi og tekið jafn alvarlega og það að vera settur í Ipad bann.

Barn með spjaldtölvu = sátt og þægt barn!

9. Það er nær fanatísk gleðin sem bollukinnar, fellingar og undirhaka geta veitt einni manneskju. Nema þegar það er á manni sjálfum.

Benjamín Leó litli bollusnúður!

Yfir og út – ást á línuna!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Kaþólsku kirkjunni vantar 100 milljónir

Kaþólsku kirkjunni vantar 100 milljónir
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Flutningur ráðuneytanna langt kominn í glæsihýsið við Austurbakka – Óvíst um endanlegan kostnað

Flutningur ráðuneytanna langt kominn í glæsihýsið við Austurbakka – Óvíst um endanlegan kostnað
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Fer fram á skilnað frá barnsföðurnum sem ekkert hefur heyrst frá í sex ár

Fer fram á skilnað frá barnsföðurnum sem ekkert hefur heyrst frá í sex ár
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hvernig tókst United að sannfæra Yoro? – Tilboð Real Madrid sagt miklu lægra

Hvernig tókst United að sannfæra Yoro? – Tilboð Real Madrid sagt miklu lægra
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þarf að borga 2,3 milljónir í sekt út af ólöglegum Airbnb-rekstri – 110 brot og starfsemin talin ógn við öryggi ferðamanna

Þarf að borga 2,3 milljónir í sekt út af ólöglegum Airbnb-rekstri – 110 brot og starfsemin talin ógn við öryggi ferðamanna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Yamal í fótspor Messi

Yamal í fótspor Messi