Ég greindist mjög sein með ADHD, ég var komin í 1.bekk í frammhaldsskóla. Ég hef alla mína ævi fengið mjög lélegar einkunnir þó svo að ég lærði og lærði og lagði mig alla framm. Ég var sú sem fór beint heim eftir skóla í 5.bekk að læra á meðan stelpurnar kíktu stundum í sund. Ég fékk alltaf á milli 1-4 á prófum þó ég lagði allt í þetta. Þessar tölur voru svo niðurbrjótandi, á meðan sumir sem höfðu lítið sem ekkert fyrir þessu og fengu 9.
Ég skildi aldrei hvað væri að mér, afhverju var ég svona heimsk?
Ég var sögð af kennurum:
„Afhverju nenniru þessu ekki?“
„Veistu ekki þetta svar?“
„Jóhanna þú veist alveg svarið“
„Ertu ekki orðin læs stelpa?“
Ég hef alltaf verið í sérkennslu í ensku, stærðfræði, íslensku og var alltaf lélegust í að lesa. Mér fanst svo erfitt að standa í pontu og þurfa að lesa langan texta fyrir framan bekkinn. Ég æfði textann heima til að gera mig ekki af „fífli“ ég var í 10 bekk og náði ekki að lesa sum orð. Ég skammaðist mín svo mikið! Afhverju gat ég ekki horft á blaðið og lært í tíma?
Í dag skil ég ekki hvernig þessir kennarar í Grunnskóla Grindavíkur gátu ekki tekið eftir neinu, ég er lesblind og með ADHD.
Fyrsta daginn í skólanum hjá mér í VMA á Akureyri seigir einn kennari við mig eftir tímann: „Jóhanna gæti nokkuð verið að þú sért með einhvern athyglisbrest? Ég sé þú hefur ekki horft á bókina þína allan þennan tíma og það er eins og þú sért að horfa á einhverja flugu út í loftið“
Ég gleymi aldrei viðbrögðunum frá mér, ég var svo hissa og sagði bara: „ha, nei?“
Og móðgaðist.
Ég sagði mömmu frá þessu og hún vildi endilega tékka á þessu. Ég fer í greiningu og er með þessa greiningu á háu stigi.
Ég prufa að fara á concerta og einkunnirnar tóku sér mikinn snúning, ég var farin að fá 6-9 á prófum.
Ég fór að gráta þegar ég fékk mína hæstu einkunn, ég trúði ekki að heimska ég gæti í alvörunni fengið 9 á prófi.
Eftir að ég byrjaði að lyfjunum fór ég að geta haft almennilega samskipti við fólk, allt í hausnum á mér bara svona fraus. Mér leið svo miklu betur með sjálfan mig að vita að öllum þessum hlutum sem ég vissi ekki að ég gæti.
Ég náði bílprófinu í fyrsta og var með eina villu í A og eina í B.
Þetta fannst mér bara kraftaverk! Var ég kannski aldrei svona hrikalega heimsk eins og ég hafði alltaf haldið?
Margir eru á móti lyfjum en þetta er mín reynsla og hefur bjargað lífi mínu. Ég gleymdi að skipta um bleyju á barninu mínu ef ég gleymdi að taka inn lyfin mín. Var að þvo sömu vél 5 daga í röð því ég gleymdi að taka úr henni.
Hér er ég í dag og er mjög lesblind, að skrifa bloggfærslu á síðuna mína. Allir sem þekkja mig taka tillit til þess að ég get ekki alltaf gert allt og taka mér eins og ég er, á lyfjum eða ekki.
Ekki láta neitt stoppa þig!
Greinarhöfundur: Jóhanna Marín Kristjánsdóttir
Greinin birtist fyrst á bloggsíðu höfundar: Mommytrendnet
Snapchat og Instagram: mommytrendnet