fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025

Auglýsing Pepsi með Kendall Jenner vekur hörð viðbrögð

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 5. apríl 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pepsi er þekkt fyrir stórar auglýsingaherferðir þar sem vinsælar stjörnur eru fremstar í flokki. Britney Spears, Pink og Beyoncé voru til að mynda í einni frægustu auglýsingu Pepsi. Í þetta sinn er það Kendall Jenner sem leikur í auglýsingunni, systir Kylie Jenner og Kardashian systra.

Stuttu eftir að gosdrykkjuframleiðandinn gaf út „Live For Now Moments Anthem“ auglýsinguna skapaðist mikil umræða og vakti auglýsingin hörð viðbrögð netverja.

Í auglýsingunni, sem er tvær og hálf mínúta, er Kendall sýnd sem fyrirsæta í myndatöku á meðan mótmæli eiga sér stað nálægt. Á meðan Kendall er að stilla sér upp, ganga mótmælendur framhjá henni og vekja áhuga hennar. Hún ákveður svo að taka þátt í mótmælunum, tekur af sér ljósu hárkolluna og dökka varalitinn og gengur af stað. Hún fer fremst þar sem lögreglumenn standa í línu, gengur upp að einum lögreglumanninum og réttir honum Pepsi sem nokkurs konar friðartákn. Hann tekur á móti dósinni, opnar hana og fær sér sopa. Það sem fylgir síðan er mikill fögnuður mótmælenda.

Eins og sagt var hér fyrir ofan fékk auglýsingin vakti auglýsingin hörð viðbrögð netverja. Mörgum fannst auglýsingin vera ónærgætin og þvinguð, sérstaklega ef tekið er til greina andrúmsloftið í kringum lögregluna í Bandaríkjunum í dag. Það tók ekki langan tíma fyrir Twitter notendur að bera saman þegar Kendall kemur augliti til auglits við lögregluþjóninn, og fræga, verðlaunaða ljósmynd frá Black Lives Matter mótmælunum.

Sjá einnig: Hvað er Black Lives Matter, hvernig byrjaði það og hvað hefur gerst? 

„Þetta er alheimsauglýsing sem endurspeglar fólk frá öllum áttum koma saman í samlyndi, og okkur finnst það vera mikilvæg skilaboð,“

sagði Pepsi við E!News til að svara gagnrýninni.

Hvað finnst þér um auglýsinguna?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Til í að setja 100 milljónir punda á borðið en Chelsea mun ekki taka því

Til í að setja 100 milljónir punda á borðið en Chelsea mun ekki taka því
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Telja þetta vera spillingu í sinni tærustu mynd – Mjög umdeildur sjónvarpssamningur

Telja þetta vera spillingu í sinni tærustu mynd – Mjög umdeildur sjónvarpssamningur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Rifjar upp viðtal sitt við Heimi í ljósi stöðunnar – „Það hefur ekki orðið að neinu“

Rifjar upp viðtal sitt við Heimi í ljósi stöðunnar – „Það hefur ekki orðið að neinu“
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Hvað er skírdagur?

Hvað er skírdagur?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Líklegast að Barcelona vinni Meistaradeildina – Arsenal í þriðja sætinu á þeim lista

Líklegast að Barcelona vinni Meistaradeildina – Arsenal í þriðja sætinu á þeim lista
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Saka vippaði og vippaði svo aftur þegar Arsenal flaug áfram í undanúrslit – Bayern úr leik eftir vonbrigði á Ítalíu

Saka vippaði og vippaði svo aftur þegar Arsenal flaug áfram í undanúrslit – Bayern úr leik eftir vonbrigði á Ítalíu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ruben Amorim er lang lélegasti stjóri United frá því að Ferguson hætti – Svona er tölfræðin

Ruben Amorim er lang lélegasti stjóri United frá því að Ferguson hætti – Svona er tölfræðin
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besta deild kvenna: Fædd árið 2010 en skoraði í sigri Þórs/KA – Valur tapaði stigum

Besta deild kvenna: Fædd árið 2010 en skoraði í sigri Þórs/KA – Valur tapaði stigum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.