Mæðgurnar Sólveig og Hildur hafa brennandi áhuga á grænmeti og matargerð, umhverfisvernd og lífrænni matjurtarækt. Þær halda úti bloggsíðunni maedgurnar.is þar sem þær deila gómsætum uppskriftum með fallegum myndum. Þær deildu nýlega uppskrift að litríkum rótarfrönskum og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi að deila henni með lesendum.
Heimalagaðar franskar eru ljúffengar, bæði sem meðlæti en líka bara einar og sér með djúsí sósu til að dýfa í. Þegar við mæðgur gerum franskar finnst okkur skemmtilegast að hafa þær litríkar og notum þess vegna rauðrófur, sætar kartöflur og sellerírót ásamt hinum hefðbundnu hvítu kartöflum. Bragðið verður fjölbreyttara og svo eru þær afbragðs fallegar!
Hvað er girnilegra en að dýfa litríkum frönskum í djúsí spicy mayo? Namm!
2 bökunarkartöflur
1 meðalstór sæt kartafla, afhýdd
1 rauðrófa, afhýdd
½ sellerírót, afhýdd
2-3 msk kókosolía
1 tsk paprikuduft
1 tsk laukduft
1 tsk sjávarsalt
smá cayenne pipar
Spicy mayo úr kjúklingabaunavatni
Sjá einnig: