fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024

Ítalskur pastaréttur fyrir sumarið

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 29. apríl 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Gabríela skrifar: Við fengum vini í mat um helgina og ég eldaði alveg æðislegt pasta. Bragðgott og fljótlegt. Hráefnin passa líka fullkomlega vel saman, alveg meiriháttar gott.

Það sem skiptir mestu máli er að vera með góða sveppi, ferskan hvítlauk, basilíku og síðast en ekki síst er það parmesanosturinn og pastað sjálft. Mér finnst Garofalo fullkomið í þennan rétt, en það er pasta er í hæsta gæðaflokki.

Talandi um sveppi, þá eru sveppir ekki bara sveppir. Auðvitað er hægt að nota þessa venjulegu en rétturinn verður einfaldlega miklu betri með góðum shitake, kantarellum eða kastanísveppum. Ásamt því að nota svo ferskan hvítlauk og basilíku, þvílíkur lúxús. Öll þessi hráefni færðu í Kosti, en ég geri mér reglulega ferð þangað bara til þess að versla ferskt og fallegt hráefni. Ég persónulega borða ekki kjöt þannig ég nota svokallað Oumph-kjöt en auðvitað er hægt að nota annað hráefni eins og kjúkling fyrir þá sem það vilja.

Hráefnalisti:

góð ólifuolía
2-3 msk ósaltað smjör
5-7 sveppir
1 shallotlaukar meðalstór, eða 2 litlir
2 hvítlauksgeirar
100g svartar ólífur, steinlausar
100g sólþurrkaðir tómatar
10-15 rifin basillauf
handfylli af grænkáli, rifið niður (gott með en má sleppa)
nýmalaður pipar og salt
Herbes de Provence kryddblanda
2 bollar parmesan, rifinn
Oumph-kjöt/kjúklingur
bolli af pastasoði
sítróna
egg

Aðferð:

Gott er að byrja á því að sjóða vatn fyrir pastað.

Næst er það að skera laukinn og hvítlaukinn smátt, sveppina gróft. Bræðið smjörið á pönnnu og steikið sveppina, laukinn og hvítlaukinn við lágan hita. Ekkert á að brenna, bara hægt og rólega að brúnast. Ef þið eigið skvettu af víni til að sjóða niður þá er það algjörlega málið. Þegar eldhúsið er orðið fullt af dásamlegum ilm er ólífum og sólþurrkuðum tómötunum bætt við. Salt og pipar eftir smekk. Þetta er lagt til hliðar og kjötið eldað uppúr góðri ólífuolíu og kryddað með Herbes de Provence. Þegar það er klárt er restinni skellt aftur á pönnuna ásamt grænkálinu og öllu léttsteikt saman.

Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum í söltuðu vatni ásamt slurk af ólífolíu þangað til það er „al dente“ (undir tönn). Að salta vatnið er mikilvægt, það opnar pastað betur þannig að það verður bragðbetra og tekur betur í sig sósuna.

Ég gerði einfalt heimagert hvítlauksbrauð, bara baguetta skorið í helminga og penslað með hvítlauksmjöri og smá niðurrifnum osti og svo bakað í ofni.

Þegar pastað er tilbúið þarf að hafa hraðar hendur. Hella vatninu frá (muna samt að geyma bolla af pastasoði), hræra eggi saman við ásamt rifnum parmesan og pastasoðinu. Þetta er látið standa í 2 mínútur með loki yfir, en þannig eldast eggið og allt verður að silkimjúkri sósu. Bætið þar næst við grænmeti og kjöti. Kreistið vel af sítrónu yfir og blandið saman.

Svo er bara ekkert annað að gera en að setja pastað í skál, saltað og piprað að nýju, skreyta með basil og rífa aðeins meir parmesan yfir, því hver elskar ekki parmesan. Algjörlega frábært.

Buon Appetito!

Kíktu hér til að skoða bloggsíðu Helgu Gabríelu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Hversu lengi getur þú staðið á öðrum fæti? – Getur varpað ljósi á hvort þú eldist of hratt

Hversu lengi getur þú staðið á öðrum fæti? – Getur varpað ljósi á hvort þú eldist of hratt

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.