35 ára gamall maður var að njóta þess að vera heima í vaktafríi síðastliðinn mánudag þegar honum barst undarlegt SMS sem í stóð „Elskan taktu með mjólk og álegg á leið heim úr skólanum“.
Maðurinn, sem á heima í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum, sá strax að einhver hefði sent SMS í vitlaust símanúmer og sendi skilaboð þess efnis til baka. Upp úr því upphófst eitt magnaðasta samtal smáskilaboðasögunnar þar sem konan á hinni línunni trúir því enganveginn að maðurinn sé ekki 18 ára dóttir sín Jess.
Skjáskotin úr síma mannsins, sem birtust upphaflega á vefsíðunni Bored Panda, eru hreint ótrúleg og vel virði að lesa til að koma sér í gott skap:
Einfaldur misskilningur, hún samt trúir honum ekki.
Nú er Brad (?!) kominn inn í myndina.
Hann trúir ekki að þetta sé raunverulega að gerast.
Nú er hún alveg búin að missa þolinmæðina.
Hún er ekki að kaupa þessa mynd af hjónunum á hinum endanum.
Móðirin er búin að hringja í foreldra Brad og Jess fær ekki að fara með honum í bíó fyrst hún er með þennan dónaskap.
Nú er búið að loka á kreditkort Jess.
Þessi mynd hafði heldur engin áhrif.
Hann er búinn að vera edrú frá 2011 þegar Jess var 11 ára, mömmunni líst ekkert á blikuna.
Þá byrjar samtalið að vera illskeytt.
Þetta fer sko á netið!
Við á Bleikt vonum að Jess hafi tekist að útskýra þetta fyrir móður sinni.