Franski billjarðspilarinn Florian ‚Venom‘ Kohler er sérfræðingur í brelluskotum. Hann ögrar þyngdarlögmálinu með ótrúlegri hæfni sem líkist list. Hann tók fyrst upp kjuðann þegar hann var átján ára þegar hann fékk „mini-billjarðborð“ í afmælisgjöf. Hann byrjaði að leika sér að gera brelluskot sem hann sá í myndböndum á netinu. Fljótlega urðu þau of auðveld og hann fór að búa til sínar eigin brellur. Innan tveggja ára var hann farinn að keppa á móti atvinnumönnum í brelluskotum sem hafa verið að keppa síðan áður en hann fæddist. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan!