fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024

Sígildar Rice Krispies-kökur sem allir dýrka

Blaka
Þriðjudaginn 25. apríl 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ein týpa af bakkelsi sem er alltaf á boðstólnum hjá mér þegar ég blæs til veislu og það eru Rice Krispies-kökur. Mér finnst þær algjörlega ómissandi enda ekkert eðlilegt hvernig börn og fullorðnir á öllum aldri geta gúffað þessum einföldu en ómótstæðilegu kökum í sig.

Það eiga allir að eiga eina skothelda uppskrift að Rice Krispies-kökum og þar sem ég hlóð í eina porsjón af kökunum um daginn ætla ég að gefa ykkur eina bónus uppskrift í dag. Ég get bara ekki hugsað til þess að einhver eigi EKKI uppskrift að Rice Krispies-kökum. Fyrir mér er það glæpur. Eins og að finnast smjörkrem vont. En nóg um það síðar!

Ég gerði Rice Krispies-kökur um daginn því ég var að skíra litla hnoðrann minn sem kom í heiminn 22. júní. Hin dóttir mín, sem varð fimm ára í janúar, fékk að skreyta þær og valdi að skreyta þær með bleiku súkkulaði. Mjög vel valið, þó ég segi sjálf frá.

Hráefni

150g smjör
300g ljóst hjúpsúkkulaði
11msk síróp
1tsk gróft salt
250-300g Rice Krispies

Leiðbeiningar

  1. Bræðið smjör, súkkulaði og síróp saman í stórum potti yfir vægum hita.
  2. Takið pottinn af hellunni þegar blandan er orðin þykk og djúsí og hellið salti og Rice Krispies saman við. Passið að blanda öllu vel saman svo allt morgunkornið sé þakið í súkkulaðiblöndunni.
  3. Deilið blöndunni á milli möffinsforma áður en hún kólnar. Kælið og hakkið í ykkur!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gerrard sá besti sem hann þjálfaði á ferlinum – Vann með mörgum stórstjörnum

Gerrard sá besti sem hann þjálfaði á ferlinum – Vann með mörgum stórstjörnum
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

England: Öruggt hjá Arsenal gegn Forest – Villa tapaði stigum

England: Öruggt hjá Arsenal gegn Forest – Villa tapaði stigum
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta gerist ef þú fjarlægir ekki köngulóarvef

Þetta gerist ef þú fjarlægir ekki köngulóarvef
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Zirkzee sagður vilja komast burt sem fyrst

Zirkzee sagður vilja komast burt sem fyrst
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Hver er munurinn á mandarínum og klementínum?

Hver er munurinn á mandarínum og klementínum?
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Blómstrar í fyrirtækjarekstri eftir atvinnumennskuna

Blómstrar í fyrirtækjarekstri eftir atvinnumennskuna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.