Michael Wolf er þýskur ljósmyndari staðsettur í Tókýó. Hann býður manni einstaka sýn á japönsku höfuðborgina með því að taka myndir af fólki í neðanjarðarlestinni á háannatíma. Myndirnar sýna hryllinginn sem fólk þarf að þola, en fólk með innilokunarkennd ætti að forðast lestirnar á þessum tíma, og ekki klæða sig í of þykk föt ef dæma má gufuna og svitann sem sést á mörgum myndunum.
Michael tók fyrst eftir troðnum lestum Tókýó árið 1995. Eftir það hefur hann eytt árum að fara í neðanjarðarlestirnar vopnaður myndavélinni sinni og tekur myndir af hryllingnum sem neðanjarðarlestakerfi Tókýó er á háannatíma.
„Þú ert að lifa lífi eins og sardína – þetta er hryllingur. Þetta er ekki virðingarverð leið til að lifa. Þetta lítur út eins og maður sé á leið til helvítis,“
sagði Michael við CNN.
Til að sjá fleiri myndir kíktu hér.