Fyrir 4 árum síðan langaði mig að komast í námið sem mig dreymdi um og var að skoða hvað væri í boði hérna á landi.
Ég rakst á fjarnámið hjá Háskólanum á Akureyri og hafði heyrt góða hluti af viðskiptadeildinni hjá þeim og vildi geta stundað nám samhliða fjölskyldulífinu.
Þá auðvitað reynir maður að muna eftir einhverjum sem hefur verið í náminu og fær aðeins að spyrja út í hvernig þetta sé í raun og veru. Í mínu tilfelli voru tvær konur með mér í bumbuhóp á Facebook sem höfðu verið í náminu og alger snilld að spyrja þær spjörunum úr um bæði kosti og galla.
Síðan ég byrjaði hef ég fengið mjög mikið af spurningum um námið og sérstaklega frá þeim sem eiga börn. Vonandi svara ég flestum þeirra hér!
Hérna er líka linkur á mitt nám í viðskiptafræðinni – Smellið hér!
Ég hélt reyndar í byrjun að þetta yrði mjög einangrandi að vera heima í fjarnáminu en svo var ekki. Ég er búin að kynnast svo yndislegu fólki á þessum árum og ótrúlegt hvað nemendur eru duglegir að standa saman og aðstoða hvor aðra á facebook hópum áfanganna og ræða málin. Svo höfum við hist á vorin vinnuhópurinn minn og skálað fyrir árinu 🙂
Við erum allar sem eftir eru í hópum að úskrifast í sumar að öllu óbreyttu, ég á eftir að sakna þeirra mjög enda höfum við unnið saman í 4 ár 🙂
Ekki láta neitt stoppa ykkur ef ykkur langar í nám – Finnum frekar leið sem hentar!