fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

*TW*: „Segðu frá þó það særi og þó þú missir frá þér einhverja vini“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 18. apríl 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kæra vinkona.

Fyrir nokkrum árum fór ég í sumarbústað með vinum mínum. Einn elsti vinur minn átti afmæli. Bólfélagi minn, sem var einnig vinur hans, var með í för ásamt fleiri strákum og nokkrum stelpum.

Á fimmtudeginum spyr vinur minn hvort að vinur hans, sem ég hafði aldrei séð né heyrt um, megi fá far hjá mér. Ég samþykkti það. Á leiðinni byrjuðum við að spjalla og ég fékk að vita hvernig hann kynntist þessum vinahópi og öfugt.

Ég byrja strax að drekka þegar við komum í bústaðinn. Það var mikið fjör og um nóttina erum við í heita pottinum og ég orðin vel hífuð. Ég ákveð að koma mér í rúmið áður en ég sofna í pottinum. Ég kemst úr sundfötunum og í bol og nærbuxur og upp í rúm. Strákurinn sem hafði fengið far með mér átti að sofa í efstu kojunni, kojan var á þrem hæðum. Hann kemur líklegast eitthvað á eftir mér inn í herbergi. Ég segi það vegna þess að ég var í djúpum svefni og ekki vör við þegar hann kom inn í herbergið. Ég hins vegar vakna við að mér er snúið harkalega yfir á magann og hann kemst alla leið og klárar sig af, lætur sig svo falla við hliðin á mér og virtist sofna samstundis. Ég hins vegar ligg stjörf og get ekki hreyft legg né lið. Upp undir hádegi hafði ég mig fram úr og reyndi að vekja vin minn en hann haggaðist ekki.

Ég ákvað að þegja og segja ekki neitt, ég vildi ekki skemma helgina fyrir honum. Bólfélagi minn kom um kaffileytið upp eftir en hann hafði ekki verið með okkur sólarhringinn á undan.

Mynd/Getty

Ég varð sár yfir því að hann vildi ekki koma fyrr því þá hefði þetta aldrei gerst. Hann hefði þá verið hliðin á mér og passað upp á mig. Það var ekki sanngjarnt af mér að setja þá ábyrgð á hann.

Það sem eftir var ferðarinnar reyndi ég að láta eins og þetta hafði engin áhrif á mig sem það gerði nú samt. Þessi drengur sagði mér rétt fyrir miðnætti að hann væri fyrrverandi kærasti þáverandi bestu vinkonu minnar. Ég hringdi í hana til að segja henni að fyrrverandi kærasti hennar væri í sömu ferð og ég og fannst merkilegt hvað heimurinn væri lítill. Réttara sagt okkar litla land.

Ég sagði svo bólfélaganum mínum frá þessu og hann gerði ekki mikið mál úr þessu. Heldur sló hann á rétta strengi, sagði hvort hann hafði ekki komist alla leið og nýtt sér tækifærið fyrst ég var þarna. Hann sagðist ætla að sofa hjá ljóshærðu gellunni sem var á lausu þarna til að ná sér niður á mér. Sem hann gerði. Ég drakk bara meira og meira til að finna kæruleysið. Aðfaranótt sunnudags fer ég að sofa við hlið bólfélaga míns þar sem hann lofaði að þessi drengur fengi aldrei að komast svona nálægt mér. Um nóttina reyndi strákurinn að komast að mér þrátt fyrir að bólfélagi minn lá við hliðin á mér. Sem betur fer vaknaði hann og gat rekið hann til baka í sitt rúm.

Helginni lauk og samviskubitið var að naga mig rosalega. Hann var fyrrverandi kærasti bestu vinkonu minnar. Hvernig átti ég að segja henni þetta og hvað átti ég að segja. Ég ákvað að segja ekkert til að byrja með til að reyna að vinna úr áfallinu sjálf, því jú þetta er nauðgun.

En ég gat ekki sagt henni að fyrrverandi kærasti hennar sem hún talaði svo vel um og þótti greinilega enn þá vænt um hafði gert svona lagað. Ég hreinlega vissi ekki hvernig ég átti að koma þessu frá mér.

Nokkrum vikum seinna er ég og besta vinkona mín á djamminu. Hennar fyrrverandi sér okkur, dregur hana í burtu og ég frosna. Hann segir henni stoltur hvernig hann reið mér og spyr svo hvernig við getum verið vinkonur. Augljóslega varð hún mjög reið og fór heim. Við rifumst yfir því hvers vegna ég hafði ekki sagt henni þetta og hvernig ég gat gert henni þetta.

Mynd/Getty

Ég vildi ekki særa hana meira með því að segja henni sannleikann. Það hefði farið með hana. Svo ég ákvað að skilja eftir minn part og sagði henni aldrei hvað gerðist eða hvernig. Mér fannst hún hafa verið svikin nóg.

Við sættumst nokkrum mánuðum síðar. En þetta sat og situr alltaf eftir ósagt. Við erum ekki vinkonur í dag en mig langar að hún viti mína hlið því þetta hafði áhrif á allt okkar samband.

Ef þú ert eða hefur verið í sömu sporum segðu frá þó það særi og þó þú missir frá þér einhverja vini. Þá er það miklu betra en að sitja með skömmina þar sem hún á ekki heima.

#SkilumSkömminni #RjúfumÞögnina


Höfundur er íslensk stúlka sem óskar nafnleyndar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ekkert pláss í liðinu eftir að hann jafnar sig af meiðslum

Ekkert pláss í liðinu eftir að hann jafnar sig af meiðslum
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikirnir gerðir upp og Adam Páls í beinni frá Ítalíu

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikirnir gerðir upp og Adam Páls í beinni frá Ítalíu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir að verkefnið taki Amorim marga mánuði

Segir að verkefnið taki Amorim marga mánuði
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Juventus hefur áhuga og Chilwell líklegur til þess að fara

Juventus hefur áhuga og Chilwell líklegur til þess að fara
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stríðið milli Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna heldur áfram

Stríðið milli Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna heldur áfram
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Breiðablik hefur áhuga á Benedikt Warén

Breiðablik hefur áhuga á Benedikt Warén

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.