fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Kristín Maríella á heima í Singapúr – „Paradís fyrir fólk með börn“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 18. apríl 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Maríella er 27 ára víóluleikari og mamma sem búsett er í Singapúr. Í stað þess að verða hljóðfæraleikari að atvinnu eftir nám í Bandaríkjunum ákvað hún að fara allt aðra leið og stofnaði skartgripafyrirtækið Twin Within.

Gabriela Líf, bloggari á Lady.is og Bleikt-penni, spjallaði við Krístínu Maríellu:

Fljótlega eftir að fyrsta lína Twin Within kom út varð ég ólétt og hef sinnt merkinu meðfram móðurhlutverkinu upp frá því. Nú er ég hamingjusamlega gift, bý út í Singapúr og var að eignast mitt annað barn fyrir 3 mánuðum.
Ásamt því að reka Twin Within hér útí Singapúr eyði ég miklum tíma í að lesa um og kynna mér allt sem viðkemur uppeldi og þá sérstaklega uppeldisnálgun sem kallast RIE, oft þekkt sem Respectful Parenting. Ég miðla síðan því sem ég hef lært og minni reynslu af þessari uppeldisstefnu á námskeiðum sem ég held þegar ég er á Íslandi og á samfélagsmiðlum.

Kristín Maríella

Hvernig er að búa í Singapúr og af hverju þar?

Singapúr er snilld! Við ákváðum að flytja hingað þegar maðurinn minn heyrði af mjög áhugaverðu mastersnámi hérna við skóla sem heitir Hyper Island. Við ætluðum upphaflega bara að flytja í eitt ár en fljótlega eftir að maðurinn minn byrjaði í náminu var honum boðin vinna við skólann og þá ákváðum við að vera lengur, enda leið okkur mjög vel.
Singapúr er nefnilega paradís fyrir fólk með börn, það er gríðarlegur metnaður lagður í menningarstarf fyrir börn, alltaf einhverjar æðislegar barna-sýningar á söfnunum hérna, barnahátíðir og allskonar uppsetningar, ævintýralegir rólóvellir og svona mætti lengi telja.


Geturðu sagt aðeins frá Twin Within?

Ég og systir mín Áslaug Íris stofnuðum Twin Within í lok árs 2013. Það fór rosalega vel af stað og fékk mikla umfjöllun. Til að byrja með þá handgerðum við allar festarnar sjálfar en þar sem þær eru frekar flóknar í framleiðslu þá sáum við fljótlega að við þyrftum að finna okkur aðra framleiðsluleið ef við ættum að geta svarað eftirspurn. Þegar við maðurinn minn ákváðum að flytja til Singapúr, 2014, þá hugsaði ég að þarna var tækifærið komið, nú gæti ég fundið framleiðsluna sem ég þurfti til að halda Twin Within gangandi.

Á þeim tíma tók Kristín yfir rekstur fyrirtækisins og fór á fullt við að finna leið til framleiðslu eftir flutninginn til Asíu. Hún vildi ekki láta fjöldaframleiða festarnar í verksmiðju í Kína, heldur finna framleiðslumöguleika sem gæfu henni kost á að gefa til baka til samfélagsins á einhvern hátt.

Fyrir tilviljun komst ég síðan í samband við friðarsamtök sem voru með starfsemi í Filippseyjum og eftir ár af samstarfi og vinnu gat ég byrjað að framleiða festarnar í gegnum þau. Þar starfa einstæðar mæður sem handgera hálsfestarnar, þær fá greidd fair-trade laun og við reynum að hjálpa þeim frekar og styðja við þær á allskonar hátt.

Framleiðslan og samstarfið við friðarsamtökin hefur að sögn Kristínar orðið að hjarta Twin Within og hún getur eki hugsað sér að gera hlutina á neinn annan hátt í dag.
Ásamt því að fást í Hrím Hönnunarhúsi og GK Reykjavík á Íslandi, er hægt að kaupa festarnar á heimasíðu Twin Within.

Hvernig gengur að samtvinna móðurhlutverkið og fyrirtækið/vinnuna?

Það hefur gengið vel, ég tek tímabil þar sem ég er virkari við að sinna fyrirtækinu og önnur tímabil þar sem fjölskyldan gengur meira fyrir. Þetta er ákveðinn dans sem getur verið erfitt að stíga en það eru samt sem áður mikil forréttindi að geta ráðið tímanum sínum sjálfur og haft rými til að finna jafnvægi á milli fjölskyldu og vinnu eftir því sem hentar hverju sinni.

Mæðra-tips og RIE

Kristín hefur alltaf haft mikla ástríðu og áhuga fyrir öllu sem viðkemur foreldrahlutverkinu, meðgöngu, fæðingu og uppeldi. Þetta varð til þess að hún stofnaði facebook-hópinn Mæðra-tips, sem telur yfir 12 þúsund meðlimi.

Móðurhlutverkið er alveg gríðarlega krefjandi þó það sé gefandi líka og mér hefur alltaf fundist skipta miklu máli að mæður fái stuðning og geti ráðfært sig, sótt styrk og stuðning eða bara fengið að “pústa” á öruggum vettvangi.
Mæðra Tips varð til því mig langaði að bjóða konum uppá aðgang að svona hópi en einnig langaði mig að búa til svæði þar sem ég gæti deilt með öðrum mæðrum því sem ég væri að lesa, áhugaverðum greinum tengdum uppeldi og hugleiðingum. Eftir að ég kynntist RIE þá hef ég upplifað mikla þörf til þess að miðla boðskap RIE áfram og hef varið miklum tíma í að skrifa um þessa uppeldisaðferð á samfélagsmiðlum, með rosalega góðum undirtektum. það eru nefnilega ekki allir sem hafa tíma eða áhuga á því að lesa sér til á netinu eða skoða nýtt efni um hinar eða þessar uppeldisaðferðir. Ég hugsaði þess vegna með mér að það hlyti að koma einhverjum að góðum notum ef ég myndi deila og miðla áfram uppgötvunum mínum með öðrum mæðrum. Það hefur reynst alveg ofboðslega vel og kom mér á óvart hvað það voru margar konur að tengja og í rauninni að leita að nýjum leiðum eða áherslum í uppeldinu.


Á morgun birtum við annan hluta viðtalsins við Kristínu Maríellu, þar sem hún segir meira frá RIE og námskeiði sem hún heldur á Íslandi á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

England: Öruggt hjá Arsenal gegn Forest – Villa tapaði stigum

England: Öruggt hjá Arsenal gegn Forest – Villa tapaði stigum
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Óli Valur keyptur til Breiðabliks

Óli Valur keyptur til Breiðabliks
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Hver er munurinn á mandarínum og klementínum?

Hver er munurinn á mandarínum og klementínum?
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Blómstrar í fyrirtækjarekstri eftir atvinnumennskuna

Blómstrar í fyrirtækjarekstri eftir atvinnumennskuna
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Guardiola viðurkennir að hafa hugsað sig um – Fjögur töp í röð hjálpuðu til

Guardiola viðurkennir að hafa hugsað sig um – Fjögur töp í röð hjálpuðu til
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Heimsins stærsta hittir heimsins minnstu – „Við eigum nokkuð sameiginlegt“ 

Heimsins stærsta hittir heimsins minnstu – „Við eigum nokkuð sameiginlegt“