fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025

Ásta á þriggja ára ráðríkan son – „Ég elska einföld ráð sem virka“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 18. apríl 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Ásta Hermannsdóttir, bloggari á Ynjum, var 16 ára gömul fór hún í sálfræði 103 – og hluti námsefnisins situr í henni ennþá í dag – sérstaklega eftir að hún varð foreldri.

Ásta fjallar um þessi góðu foreldraráð í pisli sem hún birti á Ynjum um daginn. Hún á þriggja ára ráðríkan son – og ráðin úr menntaskóla eru að nýtast vel í uppeldinu. Ásta gaf okkur leyfi til að endurbirta pistilinn, og við á Bleikt erum viss um að margir lesendur tengi!

Gefum Ástu orðið:

Sonur minn varð 3ja ára núna um miðjan febrúar og er sjálfstæðið og ráðríkið „allt að drepa” þessar vikurnar (sem mig grunar að fleiri foreldrar kannist við) og börn á þessum aldri hafa ótrúlegan límheila á allt sem er sagt og gert.

Nema hvað… í þessum tiltekna áfanga vorum við nemendur spurð að því hvort við héldum að það væri auðveldara að venja barn af því að fá sleikjó við búðarkassann ef barnið fengi alltaf sleikjó, eða bara stundum.

Ég var mjög fljót að svara og rétti kokhraust upp hönd og svaraði:

„Stundum!”

Rangt!

Ha? rangt, hvað meinar kellingin hugsaði ég… það gefur auga leið að ef barnið fær ekki alltaf sleikjó er það fyrr að venjast því að fá aldrei.

Alrangt. Ég veit ekki hvort að þið sem lesið hafið lent í aðstæðum að einn dag eftir leikskóla er farið í bakaríið og næstu 4 daga á eftir er suðað um að fara aftur, þið svarið alltaf nei og svo gleymist það?

Ég hef svo sannarlega lent í því og þetta er eiginlega of augljóst…

…ef barn fær alltaf sleikjó í búðinni er það ótrúlega fljótt að síast inn hjá barninu að það fær ekki lengur sleikjó þegar mamma/pabbi hafa sagt nei nokkrar búðarferðir í röð.

…fái barnið stundum sleikjó heldur það áfram að suða af því að það er vant að suða og fá á endanum, eða einhvern tímann að minnsta kosti já-ið sem leitast var eftir!

Eftir að ég fór að spá meira í þessu með mitt eigið barn ákvað ég að tileinka mér þetta þegar ég get, ég hef ákveðna reglu þegar Ríkharð Valur kemur með í búðina og við höfum fasta rútínu eftir leikskóla og hann þekkir þetta orðið og biður því yfirleitt aldrei um neitt annað.

Ég elska einföld ráð sem virka!


Pistillinn birtist fyrst á Ynjum

Smelltu hér til að lesa meira eftir Ástu Hermannsdóttur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Hanna Katrín: Ófyrirleitni útgerðarinnar að kalla leiðréttingu veiðigjalda landsbyggðarskatt

Hanna Katrín: Ófyrirleitni útgerðarinnar að kalla leiðréttingu veiðigjalda landsbyggðarskatt
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Staðfestir að lykilmaður verði frá í dágóðan tíma

Staðfestir að lykilmaður verði frá í dágóðan tíma
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Slot um Trent: ,,Fyrirsögnin ætti að vera að hann hafi skorað mark“

Slot um Trent: ,,Fyrirsögnin ætti að vera að hann hafi skorað mark“
Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Sérfræðingar telja að þetta sé hroðalegasta aftaka veraldarsögunnar

Sérfræðingar telja að þetta sé hroðalegasta aftaka veraldarsögunnar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“