Anya Hrund Shaddock frá Fáskrúðsfirði er fyrsti einstaklingurinn til að vera bæði handhafi aðalverðlauna Nótunnar, tónlistarkeppni tónlistarskóla landsins, og sigurvegari Söngvakeppni Samfés, á sama tíma. Þessi fjórtán ára tónlistarsnillingur er að sögn kunnugra jafnvíg á popp og klassík en kennarar hennar eru vissulega í skýjunum yfir árangrinum. Jón Hilmar Kárason gítarleikari segir það mjög óvanalegt að svo ung manneskja sé að semja jafn þroskaða tónlist og raun ber vitni og eigi jafn mikið af frumsaminni tónlist í sínum fórum á þessum aldri.
[ref]http://www.pressan.is/frettir/lesafrett/anya-hrund-vann-sig-i-gegnum-einelti-med-hjalp-tonlistarinnar[/ref]