fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Þura Gæjadóttir: „Allavega hef ég aldrei fengið svona athugasemdir þegar ég er með maskara“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 14. apríl 2017 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þura Gæjadóttir skrifar:

„Er eitthvað að?!!!“

Hjúkrunarkonan nánast hrópar þetta á mig. Mér verður um, held að ég sé komin með blóðnasir eða eitthvað þaðan af verra.

,,Þú lítur svo illa út“

„Já, það“ segi ég „æ, ég lít bara svona út“

Svona hófust samskipti milli mín og konunnar sem ætlaði að draga úr mér blóð í morgun. Það munaði minnstu að hún fengist ekki til að framkvæma blóðprufuna á þeim forsendum að ég liti svo illa út.

Eftir að ég náði að sannfæra hana um að ég væri ekki veik, ekki nýbúin að vera veik, ekki rosalega þreytt og ekki nýkomin af næturvakt, heldur væri ég bara svona náttúrulega ljót, þá tók hún prufuna.

Ég sagði við hana að kannski væri þetta því ég væri ekki máluð. Allavega hef ég aldrei fengið svona athugasemdir þegar ég er með maskara.

Af hverju er ég að ranta um þetta núna? Það hefur svo margoft komið fyrir að fólk heldur að ég sé veik eða þreytt þegar það eina sem „amar að“ er að ég er ómáluð. Vejulega hrökkva þessar athugasemdir af mér eins og vatn af gæs. En ekki í dag.

Í dag fór ég út í bíl eftir skoðunina, og ég og mín meðgöngukíló fórum að gráta.

En erum við svona vön því að sjá konur málaðar að okkur verður bilt við þegar við sjáum nakið andlit konu? Hvaða snyrtivörur notar þú á hverjum degi? Hvernig líður þér að fara út án þess?

En nú er ég búin að jafna mig og er bara hress með að vera með mitt allsbera smetti og nokkur veiðihár.

Myndin sem Þóra deildi með færslunni.

Pistillinn birtist fyrst á Facebook síðu Þuru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir að verkefnið taki Amorim marga mánuði

Segir að verkefnið taki Amorim marga mánuði
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Breiðablik hefur áhuga á Benedikt Warén

Breiðablik hefur áhuga á Benedikt Warén
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.