Gianessa Wride er sjö ára stelpa frá Utah í Bandaríkjunum. Hún var greind með blettaskalla fyrr á þessu ári og samkvæmt móður hennar er engin lækning né lyf til við sjúkdómnum. Hún gæti tekið steratöflur en um leið og hún myndi hætta að taka þær inn myndi hárið detta aftur af.
Það var „trylltur hárdagur“ í skólanum hennar um daginn. Nemendurnir máttu mæta þann dag með alls konar hárgreiðslur, eins trylltar og þau vildu. Mamma Gianessu kom með sniðuga lausn svo stúlkan gæti tekið þátt. Sjáðu hvað hún gerði, hversu falleg og töff!