Mona Haydar er sýrlensk-amerísk kona sem býr í New York. Hún er ljóðskáld og listamaður og var að gefa út sitt fyrsta tónlistarmyndband. Myndbandið er við rapplagið „Hijabi“ og það var tekið upp þegar hún var komin átta mánuði á leið.
Tunde Olaniran leikstýrði myndbandinu sem fagnar valdeflingu múslímskra kvenna jafnt sem annara kvenna. Myndbandið fjallar um höfuðklúta, eða hijab, og í textanum koma fram fávísar spurningar sem múslímskar konur fá reglulega varðandi höfuðklútinn sinn:
„What that hair look like? Bet that hair look nice. Don‘t that make you sweat Don‘t that feel to tight?“
Myndbandið hefur vakið mikla athygli og dreift víðs vegar um netið. Rúmlega milljón manns hafa horft á það á Facebook.