fbpx
Laugardagur 17.ágúst 2024

Aníta Rún – Fæðingarsaga númer tvö – „Næsta sem ég man var að ég heyri í neyðarbjöllum hringja og allir eru í panikki“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 12. apríl 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var sunnudagur eftir bæjarhátið á Grundarfirði þar sem ég ólst upp þegar ég var á leiðinni heim í Hafnarfjörðinn. Ég var búin að vera óvenju þreytt síðustu daga og hafði þurft að leggja mig á daginn alla helgina, sem var mjög ólíkt mér.

Ég segi við Daníel eftir Hvalfjarðargöngin að við yrðum að stoppa í bílaapótekinu og kaupa óléttupróf, því ef ég væri ekki ólétt að þá yrði ég að fara til læknis, því þessi þreyta væri bara alls ekki eðlileg.
Við stoppum í lúgunni, kaupum próf og heim er haldið.

Fer inn, pissa á prik og þar kemur blússandi jákvætt próf! „FOKK!“

Daginn eftir fæ ég tíma hjá kvensjúkdómalækni sem segir mér að ég sé komin 8 vikur og 2 daga. Sem segir að ég var gengin 7 vikur í brúðkaupinu okkar… sem segir ykkur eflaust líka að þetta barn var ekki planað.

Við vildum alltaf annað barn, en kannski ekki aaaalveg strax, en þessi piltur vildi greinilega ekki bíða.

Ég var sett 12. mars og handviss um að hann kæmi 13. mars þar sem bróðir hans er 13. ágúst.


Meðgangan leið hratt og örugglega fyrir sig, sennilega því það var alltaf nóg að gera.
Ég vann fullar 12-13 tíma vaktir á Vox þangað til í byrjun desember, en þá fór ég í 50% starf og fór síðan í fæðingarorlof í janúar.

 

Eins og þið kannski munið eftir að hafa lesið að þá var ég að tækla meðgönguþunglyndi og sótti ég námskeið fyrir konur með andlega vanlíðan á meðgöngu og fannst mér það hjálpa mjög mikið. En ég skrifaði færslu um það hér.

 

Einnig var ég líka að fá mikið af leiðindaathugasemdum á meðgöngunni, og skrifaði um það hér.

En nú var komið að endasprettinum á meðgöngunni og þeir dagar liðu mjög hægt, eins og hjá flestum öðrum konum.

En daginn fyrir settan dag, þann 11. mars fór ég út að borða með fjölskyldunni minni á VOX fyrir úrslit söngvakeppni sjónvarpsins og byrjuðu samdrættirnir að koma þá, og ætlaði ég sko ekki að fara af stað þá! Ætlaði sko alls ekki að missa af Aroni Hannesi bróður vinna keppnina!


En samdrættirnir voru allt kvöldið, en voru ekkert að aukast neitt að viti, svo ég var alveg róleg og naut kvöldsins í botn. En þeir hættu um miðnætti, þá búnir að vera um 6 tíma.

Settan dag, 12. mars var allt frekar rólegt, þar til um sjö, hálf átta um kvöldið. Lá ég þá upp í rúmi í rólegheitunum og fann þá samdrættina byrja kröftuglega aftur. Ég fer á boltann, heyri í mömmu því hún ætlaði að hafa strákinn á meðan ég færi á Akranes að eiga. Talaði við ljósmóðurina á Akranesi og var á báðum áttum hvort ég ætti að fara.


Vildi nú ekki fara með Baltasar í „óþarfa“ aukanótt í pössun.
Um níu leitið ákvað ég samt að fara með hann og sjá svo hvað myndi gerast.

Við förum með Baltasar til mömmu og sátum þar og spjölluðum aðeins og fann ég að allt var farið að róast niður, en skil drenginn eftir og leggjum við Daníel af stað heim, en ákváðum að fara einn aukarúnt í hossur, sjá hvort það myndi ekki gera eitthvað gagn.

Við vorum ekki hálfnuð með veginn þegar verkirnir byrja aftur á fullu og orðnir ansi sárir, og þegar þessi vegur er búinn (hefur ekki verið meira en 5 mín) þá segi ég við Daníel að fara uppá Akranes, það yrði þá bara fýluferð ef ekkert gerist.

Á Akranes er komið og ég fer í monitor og komin með 4 í útvíkkun, þá er klukkan um miðnætti. Við fáum herbergi og reynum að hvílast aðeins, því jú þetta yrði löng nótt. Það kannski segir sig pínu sjálft að ég náði ekkert að sofna, og horfði bara á Friends þar til um 5 um nóttina en þá fór ég í baðið með glaðloftið mitt og komin með 5 í útvíkkun.

Baðferðinni lýkur um 7 leitið, þá komin með 8 í útvíkkun.
En ekkert gerist í dágóðan tíma, þar sem belgurinn var enn heill og var hann fyrir hausnum, þannig að hausinn var ekki að ná að þrýsta nógu vel niður og því var útvíkkunin ekkert að breytast.

Þarna er ég búin að vera vakandi í um sólarhring, orðin buguð af þreytu og sá ekki fyrir mér að hafa orku í að koma drengnum út.

Um 9 leitið segir ljósan við mig að best væri að sprengja belginn og klára dæmið. En þá bað ég um deyfingu, þar sem verkirnir ættu eftir að versna töluvert og ég orðin þreytt og svöng.
Svæfingarlæknirinn mætir og deyfir, fæðingalæknir kemur og sprengir belginn og biðin heldur áfram.

En klukkan 5 mínútur í 11 er ég komin með fulla útvíkkun og þá er komið að rembingsfjörinu. En ég var þá frekar ný búin að fá nýjan skammt af mænudeyfingunni og átti frekar erfitt með að átta mig á því hvernig ég ætti að rembast, var greinilega búin að gleyma öllu þó það væru bara 19 mánuðir síðan ég gerði þetta síðast.

En þessar 15-20 mínútur er ég í algjöru „black-out-i“, man ekkert eftir því hvað gerðist eða hvað gekk á.
Ég man bara að ég var að rembast af öllum krafti og svo er allt í einu sagt við mig „þú verður að fara á fjóra fætur“, ég fer yfir á fjóra fætur og næsta sem ég man var að ég heyri í neyðarbjöllum hringja og allir eru í panikki, Daníel grætur við andlitið á mér, kreistir á mér hendurnar og ég veit ekkert hvað gengur á.

En í þeim töluðu orðum, þegar sérfræðingurinn og svæfingarlæknirinn hlaupa inn, að þá næ ég að koma drengnum út.


Svo er auðvitað biðin að heyra gráturinn í barninu.

En þessi grátur er það besta sem ég hef heyrt. Að heyra hann ekki gráta fyrstu mínútuna, þá hélt ég að ég hafði algjörlega klúðrað þessu og hann væri ekki á lífi.

Það sem gerðist var að hann lenti í svokallaðri axlarklemmu.
Útskýring axlarklemmu af Vísindavefnum „Axlarklemma er alvarlegt bráðatilvik í fæðingu þar sem öxl barnsins klemmist upp að lífbeini móðurinnar þegar höfuðið er fætt, barnið situr fast og kemst ekki í heiminn án aðstoðar.“

En drengurinn fæðist 18 merkur og 55 sentimetrar, svo það er kannski ekkert skrítið.

Þetta endaði nú allt vel, hann fékk smá mar í kringum munninn, nef og á bringu sem er töluvert betra en mörg önnur tilfelli af axlaklemmu.

Mikið svakalega er ég þakklát fyrir að eiga tvo heilbrigða drengi!

Knús og kossar, Aníta Rún

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Eiginkonan komin með nóg: Hélt aftur framhjá og eignaðist barn – Sparkaði honum út í annað sinn

Eiginkonan komin með nóg: Hélt aftur framhjá og eignaðist barn – Sparkaði honum út í annað sinn
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Jóhann Berg skoraði í frábærum sigri Burnley

Jóhann Berg skoraði í frábærum sigri Burnley
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Mjög umdeildur dómur í fyrstu umferð: Fékk rautt fyrir að ‘skalla’ andstæðing – Sjáðu atvikið

Mjög umdeildur dómur í fyrstu umferð: Fékk rautt fyrir að ‘skalla’ andstæðing – Sjáðu atvikið
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Vísir braut siðareglur með myndbirtingu

Vísir braut siðareglur með myndbirtingu
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

„Sorglegt að maður hafi þurft að fá svona högg til að átta sig á því hvað það er sem skiptir mig máli í lífinu“

„Sorglegt að maður hafi þurft að fá svona högg til að átta sig á því hvað það er sem skiptir mig máli í lífinu“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Prís ný lágvöruverðsverslun opnar í dag

Prís ný lágvöruverðsverslun opnar í dag