Lara og Mara Bawar eru ekki eins og hinar hefðbundnu fyrirsætur en eftirtektarvert útit þeirra hefur fangað athygli tískuiðnaðarins. Tvíburarnir eru ellefu ára og áberandi fallegar, þær eru frá Sao Paulo í Brasilíu og eru albinóar. Albínismi stafar af gölluðu litargeni sem gerir að verkum að það myndast lítið eða ekkert litarefni í húð, hári og augum.
Í fyrra vakti einstakt og fallegt yfirbragð stúlknanna athygli ljósmyndara sem tók af þeim myndir, ásamt eldri systur þeirra Sheila, en hún er ekki albinói. Ljósmyndaverkefnið heitir Flores Raras eða sjaldgæf blóm, og sýna myndirnar hversu fallegur fjölbreytileikinn getur verið. Sjáðu myndirnar hér fyrir neðan.
Fylgstu með þeim á Instagram.