fbpx
Fimmtudagur 20.mars 2025

Ásdís Ásgeirsdóttir segist sjóðheit á sextugsaldri – „Í vinnunni þurfti ég að rífa mig skyndilega úr peysunni“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 11. apríl 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þá er daman komin á sextugsaldurinn sem hlýtur að vera einhver reikningsskekkja hjá almættinu. En það er um að gera að fagna hverju árinu. Reyndar líður mér mun betur núna en fyrir tíu árum. Það má kannski skrifa á hollara líferni og meiri hreyfingu. Andlega hef ég vissulega náð ótrúlegum þroska. Það er alla vega eitt sem gerist með hækkandi aldri; manni fer að verða meira sama hvað öðrum finnst um mann; það skiptir meira máli hvað mér finnst um sjálfa mig.“

Með þessum orðum hefst pistill Ásdísar Ásgeirsdóttur sem birtur var í Morgunblaðinu í dag.

Ásdís segir þar frá nýliðnu fimmtugsafmæli sem hún hélt upp á með pomp og prakt. Eftir afmælishelgina tók hún fljótlega að finna fyrir miklum innri hita og segist hafa roðnað í tíma og ótíma.

„Í vinnunni þurfti ég að rífa mig skyndilega úr peysunni fyrir framan kollega minn sem var upp með sér að mér hefði hitnað svona í hamsi við það eitt að sjá hann. Hann hélt að löðrandi kynþokki hans hefði haft þessi áhrif á mig, en nei, því miður, það var ekki ástæðan.“

Hún áttaðis sig á því að breytingaskeiðið hafði bankað upp á, „…eins og óvelkomna geimveran úr Alien.“

Ásdís sneri vörn í sókn og varð sér úti um tilþessgerð bætiefni í apóteki.

„Afgreiðslukonan, á miðjum aldri, sýndi mér mikinn skilning og samúð, enda að ganga í gegnum það sama.“

Þegar hún uppskar athugasemdir sonanna eftir tuð og skammir, varð henni hugsað til unglingsára sinna. „Man vel eftir þessu tímabili á mínu heimili. Það var ekki líft fyrr en mamma fór á gleðipillurnar svokölluðu. Sem voru einhverjar hormónatöflur og lífið varð strax betra“

Ásdís endar pistilinn á jákvæðu nótunum.

„Ég ætla ekkert að grenja yfir þessu. Þetta er hluti af lífinu. Og fyrst það má tala um allt nú til dags má ég alveg tala um breytingaskeiðið. En bara til þess að hafa það á hreinu, strákar, ef ég roðna voða mikið þegar ég tala við ykkur, og fer jafnvel að fækka fötum, þá þarf það ekki að þýða neitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Lögmaður segir að héraðsdómur hafi blessað ofbeldi lögreglu gegn mótmælendum

Lögmaður segir að héraðsdómur hafi blessað ofbeldi lögreglu gegn mótmælendum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Annað högg í maga íslenska liðsins

Annað högg í maga íslenska liðsins
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hættulegt skotvopn tekið af sjómanni á Norðurlandi – Ekki sannað að hann hefði breytt byssunni

Hættulegt skotvopn tekið af sjómanni á Norðurlandi – Ekki sannað að hann hefði breytt byssunni
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Melabúðin: „Óskiljanlegt að starfsfólk ASÍ kjósi á þessum tímapunkti að hnýta í litla hverfisverslun í Reykjavík“

Melabúðin: „Óskiljanlegt að starfsfólk ASÍ kjósi á þessum tímapunkti að hnýta í litla hverfisverslun í Reykjavík“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.