fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024

Súper dúllulegar páskakökur

Blaka
Mánudaginn 10. apríl 2017 09:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sem mér finnst langskemmtilegast við bakstur er að það er allt hægt – eins og til dæmis að búa til svona súper sætar páskakökur sem minna helst á gulrótarbeð. Páskakanínan þarf jú eitthvað að borða, ekki satt?

Þessar kökur slógu í gegn hjá heimilisfólkinu mínu enda hefur fólkið mitt gaman að svona ævintýralegum tilraunum og að láta koma sér á óvart. Svo finnst mér líka svo æðislegt að föndra eitthvað svona sniðugt með handþeytarann að vopni.

Þessar kökur eru einstaklega einfaldar en taka smá tíma þar sem það þarf að súkkulaðihúða jarðarberin og leyfa súkkulaðinu að storkna og svona. En ef þið ætlið að bjóða í mat um páskana, mæli ég með þessum eftirrétt. Þið getið bókað að gestirnir ykkar verða steinhissa!

Ef þið nennið ekki að baka bollaköku fyrir hvern og einn og nostra við þær þá er líka til einfaldari lausn. Þið getið einfaldlega búið til eina, stóra köku, búið til nokkrar holur í kökuna og troðið “gulrótunum” ofan í. Þá lítur kakan út eins og moldarbeð, stútfullt af gulrótum. Og á einhvern undarlegan hátt finnst mér það rosalega girnilegt. Er ég skrýtin?

Hráefni

„Gulrætur“

jarðarber

appelsínugult súkkulaði(eða hvítt súkkulaði litað appelsínugult)

Bollakökur

3/4bolli Kornax-hveiti

3/4bolli sykur

1/3bolli kakó

1tsk  lyftiduft

1/2tsk matarsódi

1/2tsk salt

1/8bolli olía

1/3bolli sýrður rjómi

2msk mjólk

1/3bolli sjóðandi heitt vatn

1 Nesbú-egg

1tsk vanilludropar

Krem

100g mjúkt smjör

200g flórsykur

75g dökkt súkkulaði(brætt)

2-3msk kakó

1tsk vanilludropar

nokkur Oreo-kex

Leiðbeiningar

„Gulrætur“

  1. Bræðið súkkulaðið í örbylgjuofni með 30 sekúndna millibili þar til það er bráðið. Hrærið vel í blöndunni á milli lota í ofninum.
  2. Dýfið jarðarberjunum í súkkulaðið og raðið þeim á smjörpappír. Leyfið súkkulaðinu að storkna.

Bollakökur

  1. Hitið ofninn í 180°C og takið til 12 bollakökuform.
  2. Blandið þurrefnum vel saman í skál. Blandið blautefnum, nema vatni, vel saman í annarri skál.
  3. Blandið blautefnunum vel saman við þurrefnin. Blandið síðan vatninu varlega saman við þar til allt er vel blandað saman. Deigið verður í þynnri kantinum.
  4. Deilið deiginu á milli formanna og bakið í 15-18 mínútur. Leyfið kökunum að kólna áður en þær eru skreyttar.

Krem

  1. Þeytið krem í 4-5 mínútur. Bætið því næst flórsykri, súkkulaði, kakó og vanilludropum vel saman við og hrærið vel. Ef kremið er of þykkt má bæta smá mjólk út í það.
  2. Skerið út holu í miðjunni á hverri köku. Smyrjið kreminu í kringum holuna og myljið Oreo-kex ofan á kremið. Stingið síðan „gulrótunum“ ofan í holuna. Þetta er ekki flókið!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Guardiola játar sig sigraðan ef liðið tapar næsta leik – ,,Erum ekki vanir þessu“

Guardiola játar sig sigraðan ef liðið tapar næsta leik – ,,Erum ekki vanir þessu“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enginn skapað fleiri færi í ensku úrvalsdeildinni – Var magnaður í kvöld

Enginn skapað fleiri færi í ensku úrvalsdeildinni – Var magnaður í kvöld
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo og félagar að missa lykilmann til Evrópu

Ronaldo og félagar að missa lykilmann til Evrópu
Eyjan
Fyrir 17 klukkutímum

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gæti séð Alfreð landa þessu stóra starfi erlendis í framtíðinni

Gæti séð Alfreð landa þessu stóra starfi erlendis í framtíðinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sannfærður um að Ancelotti og leikmenn hafi ekki viljað sjá Mbappe

Sannfærður um að Ancelotti og leikmenn hafi ekki viljað sjá Mbappe
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sif um kosningarnar – „Kysi ég Pírata gæti atkvæði mitt farið til spillis. En ég gæti þó allavega lifað með sjálfri mér.“

Sif um kosningarnar – „Kysi ég Pírata gæti atkvæði mitt farið til spillis. En ég gæti þó allavega lifað með sjálfri mér.“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.