AF HVERJU VERÐUM VIÐ ÞREYTT AF HEFÐBUNDNU MATARÆÐI? SVARIÐ VIÐ ÞVÍ ER Í ALLNOKKRUM LIÐUM:
VIÐ BORÐUM MIKIÐ – að hluta til vegna þess að við borðum svo hratt að við tökum ekki eftir því þegar við verðum södd, en líka vegna þess að við höfum tamið okkur stóra skammta. Líkaminn ver mikilli orku í að vinna orku úr öllum þessum mat; hann verður aðþrengdur þegar við borðum umfram rými.
VIÐ BORÐUM HRATT OG TYGGJUM LÍTIÐ – maturinn rúllar nánast ótugginn ofan í maga, sem þarf að hafa sérstaklega mikið fyrir því að melta hann. Þess konar melting er ekki skilvirk. Nýting næringarefna er í lágmarki og orkan þar með skert.
Þegar við tyggjum lítið er súrefnisinnihald fæðunnar takmarkað og nýting orkunnar í lágmarki. Súrefni er forsenda umbreytinga og meltingar. Þegar við tyggjum hins vegar hægt og rólega erum við að súrefnisblanda fæðuna eins og gerist í blöndungi vélar.