fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024

Heiða Ósk – „Hægðu á þér, gefðu þér tíma og vertu þátttakandi í eigin lífi“

Heiða Ósk
Mánudaginn 10. apríl 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ótrúlega auðvelt að týna sér í streitu lífsins og gleyma vera, gleyma njóta.
Lífið fýkur framhjá og seinna meir sjáum við að við misstum af okkar eigin lífi…

 

Árið 2014 lagði ég af stað í ferðalag með sjálfa mig, hafði engan áfangastað í huga en hafði væntingar til þess sem ég vildi sjá og finna á þessu ferðalagi mínu.

Ástæðan var einföld, ég var komin á stað þar sem staðan var ansi litlaus og leiðinleg.
Ég var hætt að njóta eins og ég vildi njóta og hver dagur flaut framhjá mér af gömlum vana.
Það má eiginlega segja að ég hafi ekki verið þátttakandi í eigin lífi.

 

Núna tæpum 3 árum seinna er áfangastaðurinn orðinn að heimili mínu ég búin að koma mér vel fyrir.

Flugtak og lending voru ekki hnökralaus en þegar horft er til baka var þetta allt þess virði.
Ég kunni heldur ekkert að fljúga svo ég þurfti að sýna þolinmæði og vera móttækileg fyrir því sem mér var kennt.

 

Ég þurfti að draga úr hraðanum og opna augun og sjá það sem var beint fyrir framan nefið á mér.

 

Lífið er ekki flugeldasýning með súkkulaðiköku og rjóma.

Lífið er að vakna og horfa björtum augum á daginn sem er framundan.

Gefa sér tíma til að byrja daginn…
Tíma til að hafa tíma, ekki hlaupa í gegnum daginn og öll þau verkefni sem mæta manni, telja niður í dags lok og andast svo á koddanum þegar deginum er að ljúka án þess að hafa gefið sér nokkurn tíma til að njóta.
Síðast en ekki síst gefa sér tíma til að enda og fara yfir daginn.

Hægðu á þér, gefðu þér tíma og vertu þátttakandi í eigin lífi.

HeiðaÓsk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Nistelrooy gæti landað starf á næstu dögum – Áhugaverð lið með hann á blaði

Nistelrooy gæti landað starf á næstu dögum – Áhugaverð lið með hann á blaði
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Fjölskylda í sárum eftir stórþjófnað í nótt – Tóku bíl sonarins og hreinsuðu verðmæti úr bíl fjölskylduföðurins

Fjölskylda í sárum eftir stórþjófnað í nótt – Tóku bíl sonarins og hreinsuðu verðmæti úr bíl fjölskylduföðurins
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Lögreglumenn ráku upp stór augu á Sæbraut og fengu skýringar á fyrirbærinu frá Stjörnu-Sævari –

Lögreglumenn ráku upp stór augu á Sæbraut og fengu skýringar á fyrirbærinu frá Stjörnu-Sævari –
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Öllu tjaldað til fyrir afmæli hundsins

Öllu tjaldað til fyrir afmæli hundsins
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Mögnuð innkoma Sveindísar um helgina – Sjáðu mörkin sem hún skoraði

Mögnuð innkoma Sveindísar um helgina – Sjáðu mörkin sem hún skoraði
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Ráðuneytið hefur í þrígang skammað Langanesbyggð vegna lögbrota – „Andrúmsloftið er að mínu mati ekki fólki sæmandi“

Ráðuneytið hefur í þrígang skammað Langanesbyggð vegna lögbrota – „Andrúmsloftið er að mínu mati ekki fólki sæmandi“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Alex gisti í dýrustu lúxusvillu landsins – Sjáðu hvað nóttin kostar

Alex gisti í dýrustu lúxusvillu landsins – Sjáðu hvað nóttin kostar
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Stefán ekki sannfærður um lífsseiga kenningu og nefnir athyglisverð dæmi

Stefán ekki sannfærður um lífsseiga kenningu og nefnir athyglisverð dæmi