Eitt af því eftirminnilegasta við Sex and the City er upphafsatriðið. Carrie, leikin af Söruh Jessicu Parker, klædd í bleikan hlýrabol og hvítt tjull pils, gengur um götur New York þar sem sést í mörg fræg kennileiti borgarinnar. New York spilar stórt hlutverk í þáttunum og er oft talað um að borgin var hin „fimmta aðalpersóna.“
Sarah Jessica Parker deildi á Instagram síðu sinni öðruvísi upphafsatriði sem hægt er að horfa á hér fyrir neðan.
https://www.instagram.com/p/BSTZLc_DdHg/
Eitt af því sem stendur klárlega út, sem er öðruvísi en í venjulega upphafsatriðinu, er að hún er í bláum kjól en ekki goðsagnakennda tjullpilsinu.
Og í þessu atriði skvettir strætó ekki yfir hana vatni!
Augljóslega tóku framleiðendur þáttanna rétta ákvörðun þegar þeir völdu þetta upphafsatriði: