fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025

Svanfríður: „Í dag vitum við að femínismi er nauðsynlegur“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 9. mars 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svanfríður Inga Jónasdóttir fyrrverandi þingmaður og bæjarstjóri. Mynd/Sigtryggur Ari

Svanfríður Inga Jónasdóttir, fyrrverandi þingmaður og fyrsta konan sem varð bæjarstjóri á Dalvík, segir ungar konur í dag upp til hópa kraftmiklar og orðnar miklu öruggari en þær voru þegar hún byrjaði í stjórnmálum. Í viðtali við Akureyri Vikublað, sem lesa má hér, segir Svanfríður gaman að sjá nýja hópa taka við keflinu. Þegar hún var ung hafði hún ekki hugmyndaflug til að eiga drauma um að láta að sér kveða í pólitík:

„Þegar við vinkonurnar í gagnfræðaskóla vorum að pæla í hvað við ætluðum að verða þegar við yrðum stórar markaðist val okkar af umhverfinu og þeim konum sem við litum upp til. Við vorum að rifja þetta upp vinkonurnar um daginn og þótt þær haldi því fram að ég hafi ætlað að verða stjórnmálamaður er ég klár á því að ég ætlaði að verða blaðamaður en giftast stjórnmálamanni. Þetta hefur eitthvað skolast til hjá þeim. Mér fannst of langsótt að ætla sjálf í stjórnmálin. Þótt Hulda [Jakobsdóttir, fyrsta konan til að verða bæjarstjóri] hefði verið bæjarstjóri í Kópavogi dugði það ekki til.“

Segir Svanfríður í dag ungar konur í dag upp til hópa kraftmiklar:

„Stelpur eru orðnar svo miklu öruggari, eins og inni á þingi þar sem eru margar flottar ungar konur sem eru svo frjálsbornar og æðislegar. Ég er einnig ánægð með elsta barnabarnið mitt en hann stofnaði femínistafélag með vinum sínum í tíunda bekk. Það er svo gaman að sjá nýja hópa taka við keflinu. Í dag vitum við að femínismi er nauðsynlegur. Það er líka nauðsynlegt að einhverjir séu virkilega agressífir til að kalla fram viðbrögð og skerpa á umræðunni því það gerist lítið ef við ætlum öll að vera „mainstream“. Það þarf einhver að færa út mörkin. Þannig skapast rými fyrir fleiri. Það er enn langt í land. Baráttan er ekki orðin sjálfbær. Við þurfum enn að hafa fyrir henni á hverjum degi. Um leið og baráttufólk slakar á kemur bakslag. Þess vegna verðum við öll að vera meðvituð um það hvað við erum að gera, segja og hvernig við viljum haga lífinu.“

Smelltu hér til að lesa viðtalið við Svanfríði í heild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Læknir segir að þessi 5 að því virðist meinlausu einkenni geti verið merki um krabbamein

Læknir segir að þessi 5 að því virðist meinlausu einkenni geti verið merki um krabbamein
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

England: Þrjú mjög óvænt úrslit í ensku úrvalsdeildinni – Arsenal tapaði gegn West Ham

England: Þrjú mjög óvænt úrslit í ensku úrvalsdeildinni – Arsenal tapaði gegn West Ham
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu mjög laglegt mark Fernandes beint úr aukaspyrnu

Sjáðu mjög laglegt mark Fernandes beint úr aukaspyrnu
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Læknir segir að þetta myndi hann gera ef hann þyrfti að léttast

Læknir segir að þetta myndi hann gera ef hann þyrfti að léttast
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Dóttirin greindist með sama sjúkdóm og Selena Gomez: Hélt að lífið væri búið – ,,Ég var í rúminu í tæplega tvo mánuði“

Dóttirin greindist með sama sjúkdóm og Selena Gomez: Hélt að lífið væri búið – ,,Ég var í rúminu í tæplega tvo mánuði“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gæti mætt þremur fyrrum liðum ef hann kemst í úrslitaleikinn

Gæti mætt þremur fyrrum liðum ef hann kemst í úrslitaleikinn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.