fbpx
Sunnudagur 09.mars 2025

Jón: „Kæri getnaðarlimur“ – „Þú ert annar mikilvægasti hluti líkama míns“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 9. mars 2017 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kæri getnaðarlimur

Takk fyrir allar góðu stundirnar. Og þær slæmu. Þú hefur komið mér í margar erfiðar aðstæður í gegnum tíðina en hefur einnig leitt mig á staði sem ég hélt aldrei að ég myndi koma á og hvað þá að troða þér í. Án þín væri ég ekki sá maður sem ég er í dag, hvort það er gott eða slæmt leyfi ég öðrum að dæma um.

Myndin tengist pistlinum ekki beint.

Ég man ekki hvenær ég fór fyrst að pæla í þér en þegar komið var í unglingadeild grunnskóla þá vorum við orðnir nánir vinir, lékum saman nánast daglega og hefur það haldist allt til dagsins í dag. Það er órjúfanlegur hluti af degi mínum að leika við þig eða að leyfa öðrum að gera það, þeim til mikillar gleði oftast nær. Svo ekki sé nú minnst á ánægjuna sem ég fæ út úr því.

Ég er svo vel gerður frá náttúrunnar hendi að þú ert yfir meðalstærð. Líkami minn er sannarlega ekkert musteri en þú ert eitthvað sem ég hef verið ánægður með alla tíð. Þú hefur gefið mér sjálfstraust þegar ég var lítill í mér því þú ert það aldrei. Alltaf til í tuskið, stundum of æstur í ævintýrin sem hefur komið í bakið á mér síðar meir. En án þeirra væri ég ekki sá sem ég er í dag.

Það er þó ekki alveg satt. Stundum hefur streitan og álagið meira að segja bitnað á þér. Þá notar maður bara munninn. Það er mikilvægt að kunna að nota hann líka.

Þú ert annar mikilvægasti hluti líkama míns á eftir heilanum auðvitað. Einhverjar konur í gegnum tíðina hefðu þó alveg viljað fá þig bara, án alls aukabúnaðar.

Takk fyrir allt saman og ég hlakka til að feta ótroðnar slóðir með þér í framtíðinni. Munum bara að setja öryggið á oddinn.

Þinn Jón

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Margrét telur að íslenskir glóbalistar standi fyrir rándýrum netárásum á Fréttin.is

Margrét telur að íslenskir glóbalistar standi fyrir rándýrum netárásum á Fréttin.is
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Þetta eru fljótustu leikmenn Evrópu – Markavélin er á toppnum

Þetta eru fljótustu leikmenn Evrópu – Markavélin er á toppnum
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Óðinn er farinn af stað í merkan leiðangur

Óðinn er farinn af stað í merkan leiðangur
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB ekki bara efnahagslegur heldur líka varnarlegur aflvöðvi Evrópu!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB ekki bara efnahagslegur heldur líka varnarlegur aflvöðvi Evrópu!
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Ef þú finnur bleikt slím í baðherberginu verður að taka það mjög alvarlega

Ef þú finnur bleikt slím í baðherberginu verður að taka það mjög alvarlega
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ancelotti um framtíðina: ,,Það er ekki mín ákvörðun“

Ancelotti um framtíðina: ,,Það er ekki mín ákvörðun“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.