Í gær, 8.mars, var alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Konur víðsvegar um heiminn söfnuðust saman til að krefjast jafnréttis og vekja athygli á málefnum kvenna. Mótmæli og kröfugöngur voru haldnar í tugum landa og var meðal annars mótmælt launamun, kynbundnu ofbeldi, lögum um meðgöngurof og kynferðislegri áreitni.
Svona leit alþjóðlegur baráttudagur kvenna út á nokkrum stöðum:
Mynd/Getty
Fólk frá tugum landa fagnaði deginum í gær. Markmiðið er að auka vitund um mál tengd réttindum kvenna, eins og réttinum til að ráða yfir eigin líkama, efnahagslegum ójöfnuði og mismunun á vinnustöðum – og krefjast breytinga á þeim málum.
Mynd/Getty
Þúsundir kvenna mótmæltu í borgum Ástralíu og fóru í verkfall.
Mynd/Getty
Margar konur sem tóku þátt í gær, eins og þessar konur í Seoul, Kóreu, klæddust rauðu því liturinn er tengdur við verkalýðshreyfinguna.
Mynd/Getty
Það voru engar landfræðilegar eða þjóðernislegar takmarkanir á þeim sem mótmæltu í gær. Konur í Yemen héldu á skiltum er þær mótmæltu fyrir framan hús Sameinuðu þjóðanna í Sanaa, Yemen.
Mynd/AP
Í Sanya, Kína, dönsuðu um þúsund manns til að fagna deginum.
Mynd/Getty
Í Tókíó vöktu þátttakendur í kröfugöngu athygli á málefnum eins og kynbundnum launamun og kynferðislegri áreitni.
Mynd/AP
Þúsundir mótmæltu í Istanbúl.
Mynd/Getty
Konur lágu á jörðinni fyrir framan skrifstofu saksóknara í Caracas, Venúsúela, til að mótmæla ofbeldi gegn konum.
Mynd/AP
Konur voru með fjólubláa borða yfir munninum til að mótmæla í Santiago, Chile, fyrir framan forsetahöllina.
Mynd/AP
Um þúsund manns tóku þátt í kröfugöngu í Kiev, Úkraínu.
Mynd/AP
Konur í Indónesíu dönsuðu og gengu niður götur í Yogyakarta.
Mynd/Getty
Mótmæli í Tyrklandi.
Mynd/Reuters
Mótmæli á Filippseyjum.
Mynd/AP
Mótmæli á Manhattan.
Mynd/Reuters
Margir voru handteknir í gær. Á þessari mynd er lögreglan í New York að handtaka konu sem tók þátt í „Day Without a Woman“ kröfugöngunni í gær.
Mynd/Reuters
Mörg skilti með öflugum skilaboðum voru notuð til að vekja athygli á málefnum kvenna.