fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna – Myndir frá mótmælum víðsvegar um heiminn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 9. mars 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær, 8.mars, var alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Konur víðsvegar um heiminn söfnuðust saman til að krefjast jafnréttis og vekja athygli á málefnum kvenna. Mótmæli og kröfugöngur voru haldnar í tugum landa og var meðal annars mótmælt launamun, kynbundnu ofbeldi, lögum um meðgöngurof og kynferðislegri áreitni.

Svona leit alþjóðlegur baráttudagur kvenna út á nokkrum stöðum:

Mynd/Getty

Fólk frá tugum landa fagnaði deginum í gær. Markmiðið er að auka vitund um mál tengd réttindum kvenna, eins og réttinum til að ráða yfir eigin líkama, efnahagslegum ójöfnuði og mismunun á vinnustöðum – og krefjast breytinga á þeim málum.

Mynd/Getty

Þúsundir kvenna mótmæltu í borgum Ástralíu og fóru í verkfall.

Mynd/Getty

Margar konur sem tóku þátt í gær, eins og þessar konur í Seoul, Kóreu, klæddust rauðu því liturinn er tengdur við verkalýðshreyfinguna.

Mynd/Getty

Það voru engar landfræðilegar eða þjóðernislegar takmarkanir á þeim sem mótmæltu í gær. Konur í Yemen héldu á skiltum er þær mótmæltu fyrir framan hús Sameinuðu þjóðanna í Sanaa, Yemen.

Mynd/AP

Í Sanya, Kína, dönsuðu um þúsund manns til að fagna deginum.

Mynd/Getty

Í Tókíó vöktu þátttakendur í kröfugöngu athygli á málefnum eins og kynbundnum launamun og kynferðislegri áreitni.

Mynd/AP

Þúsundir mótmæltu í Istanbúl.

Mynd/Getty

Konur lágu á jörðinni fyrir framan skrifstofu saksóknara í Caracas, Venúsúela, til að mótmæla ofbeldi gegn konum.

Mynd/AP

Konur voru með fjólubláa borða yfir munninum til að mótmæla í Santiago, Chile, fyrir framan forsetahöllina.

Mynd/AP

Um þúsund manns tóku þátt í kröfugöngu í Kiev, Úkraínu.

Mynd/AP

Konur í Indónesíu dönsuðu og gengu niður götur í Yogyakarta.

Mynd/Getty

Mótmæli í Tyrklandi.

Mynd/Reuters

Mótmæli á Filippseyjum.

Mynd/AP

Mótmæli á Manhattan.

Mynd/Reuters

Margir voru handteknir í gær. Á þessari mynd er lögreglan í New York að handtaka konu sem tók þátt í „Day Without a Woman“ kröfugöngunni í gær.

Mynd/Reuters

Mörg skilti með öflugum skilaboðum voru notuð til að vekja athygli á málefnum kvenna.

Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn missir herbergið

Sjálfstæðisflokkurinn missir herbergið
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Real Madrid setur meiri kraft í viðræðum við Trent og eru nokkuð öruggir á því að þetta klárist

Real Madrid setur meiri kraft í viðræðum við Trent og eru nokkuð öruggir á því að þetta klárist
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Samúel, Elías og Jónas dæmdir í fangelsi fyrir stórfellt fíknefnabrot

Samúel, Elías og Jónas dæmdir í fangelsi fyrir stórfellt fíknefnabrot
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Forsölumiðarnir á Smashing Pumpkins seldust hratt upp

Forsölumiðarnir á Smashing Pumpkins seldust hratt upp
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Landsréttur skipar héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið fyrir – Gediminas geti tekið til varna

Landsréttur skipar héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið fyrir – Gediminas geti tekið til varna
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Brimbrettafólk vann orrustuna en stríðinu um Þorlákshafnarhöfn er hvergi nærri lokið

Brimbrettafólk vann orrustuna en stríðinu um Þorlákshafnarhöfn er hvergi nærri lokið
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Hvert er Thomas minn Möller nú að fara? – tímasetningar sem stilla þarf af

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Hvert er Thomas minn Möller nú að fara? – tímasetningar sem stilla þarf af
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Framkoma Þorsteins sögð „hrokafull og ókurteis“ í samtali við Frosta – Svarar fyrir sig – „Koma beint upp úr incel búbblu Brotkastsins“

Framkoma Þorsteins sögð „hrokafull og ókurteis“ í samtali við Frosta – Svarar fyrir sig – „Koma beint upp úr incel búbblu Brotkastsins“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.