fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025

Þórhildur: „Í dag kem ég út sem femínisti“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 8. mars 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna og í tilefni þess skrifaði Þórhildur Rán Torfadóttir, sagnfræðingur og mastersnemi í fjölmiðla og boðskiptafræði við Háskóla Íslands pistil á Facebook síðu sinni. Þórhildur gaf okkur góðfúslegt leyfi til að birta pistillinn hér en þar segir hún frá vegferð sinni, frá því að vera alveg sama um jafnrétti og femínisma yfir í það að lýsa því yfir fyrir alþjóð að hún sé femínisti.

Þórhildur Rán Torfadóttir, sagnfræðingur, mastersnemi og nú femínisti.

Þórhildur hóf aftur nám við Háskóla Íslands í byrjun árs. Hún þurfti að fara í áfangann ,,Hagnýting jafnréttisfræða“ en það lagðist ekki vel í hana í fyrstu og spurði sig ,,Hvaða femínistavæl var þessi áfangi að fara að vera?“ Eftir að hafa lokið fyrsta tímanum í áfanganum segir Þórhildur að hún hafi farið á sjá hlutina í öðru ljósi. Þessi áfangi sé sá skemmtilegasti sem hún er í og þrátt fyrir að enn séu fjórar vikur eftir af áfanganum ,,þá hef ég lært ýmislegt um jafnréttismál og áttað mig á málefnum þar sem ég og aðrir sem ég þekki hafa þurft að sæta ójafnrætti. Hef upplifað á vinnustöðum, úti á lífinu og bara almennum samtölum.“

Hér má fræðast um áfangann ,,Hagnýting jafnréttisfræða“ en hann er kenndur af Þorgerði Einarsdóttur prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands og doktors í félagsfræði frá háskólanum í Gautaborg.

Það sé auðvelt að vera sama um allt og alla líkt og Þórhildur segist hafa hugsað hér áður fyrr. Að hennar mati valdi það hins vegar meiri skaða en ekki. Hún hafi ítrekað spurt sig síðan hún hóf nám hvers vegna hún hafi ekki verið femínisti því ekki hafi það verið fyrir hana eða aðrar konur.

Þórhildur segir auk þess að hún sé ekki sammála öllum sem aðhyllast femínisma eða öllu sem fram komi í umræðunni um jafnrétti. Samt sem áður ætli hún að láta sig þessa umræðu varða, því þau varði hana og raunar okkur öll.

Í dag kem ég út sem femínisti. Ég átta mig á því að einhverjir gætu skotið á mig bröndurum, skotið þetta niður – farið að rökræða við mann að á Íslandi sé jafnrétti og hvað sem er – en hvað um það, raunin er sú að hér ríkir ekki jafnrétti og er þetta eilíft verkefni sem er vert að vinna í. Þetta varðar okkur öll, og við eigum öll rétt á okkar skoðunum, en þá er um að gera að fræðast og þó ég eigi enn eftir að mennta mig enn meira í jafnréttismálum og kenningum þá finnst mér ég strax vera komin lengra en ég var komin árið 2016, ég er byrjuð að taka fyrsta skrefið þó þau séu óteljandi eftir. Ég skammast mín fyrir attitútið sem ég hafði gagnvart jafnréttismálum áður fyrr og biðst afsökunar á því að hafa verið alveg sama. Þetta varðar okkur öll. Ég vil bara þakka kennaranum mínum fyrir að hafa opnað þetta fyrir mér. Batnandi konu er best að lifa.

Gleðilegan jafnréttisdag!

Hér má sjá færslu Þórhildar í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn missir herbergið

Sjálfstæðisflokkurinn missir herbergið
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Real Madrid setur meiri kraft í viðræðum við Trent og eru nokkuð öruggir á því að þetta klárist

Real Madrid setur meiri kraft í viðræðum við Trent og eru nokkuð öruggir á því að þetta klárist
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Samúel, Elías og Jónas dæmdir í fangelsi fyrir stórfellt fíknefnabrot

Samúel, Elías og Jónas dæmdir í fangelsi fyrir stórfellt fíknefnabrot
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Forsölumiðarnir á Smashing Pumpkins seldust hratt upp

Forsölumiðarnir á Smashing Pumpkins seldust hratt upp
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Landsréttur skipar héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið fyrir – Gediminas geti tekið til varna

Landsréttur skipar héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið fyrir – Gediminas geti tekið til varna
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Brimbrettafólk vann orrustuna en stríðinu um Þorlákshafnarhöfn er hvergi nærri lokið

Brimbrettafólk vann orrustuna en stríðinu um Þorlákshafnarhöfn er hvergi nærri lokið
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Hvert er Thomas minn Möller nú að fara? – tímasetningar sem stilla þarf af

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Hvert er Thomas minn Möller nú að fara? – tímasetningar sem stilla þarf af
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Framkoma Þorsteins sögð „hrokafull og ókurteis“ í samtali við Frosta – Svarar fyrir sig – „Koma beint upp úr incel búbblu Brotkastsins“

Framkoma Þorsteins sögð „hrokafull og ókurteis“ í samtali við Frosta – Svarar fyrir sig – „Koma beint upp úr incel búbblu Brotkastsins“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.