fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025

Andrea vinnur í karllægum bransa – Oft álitin hafa minni getu en kollegarnir

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 6. mars 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrea Björk Andrésdóttir hefur, eins og þjóðin, fylgst með umræðum undanfarna dag sem spratt upp eftir ummæli útvarpsmanns um konur og tónlist. Upphafið að öllu þessu var að söngkonan og lagasmiðurinn Hildur Kristín Stefánsdóttir vann til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir popplag ársins. Það var Frosti Logason í þættinum Harmageddon sem lét niðrandi ummæli fjalla um lag Hildar, og um konur í tónlist yfirleitt.

Andrea er vinkona Hildar, og sú sem gerði myndbandið við lagið Bammbaramm. Hún ritaði eftirfarandi stöðuuppfærslu á facebook í dag:

Undanfarnar vikur hefur mér legið smá á hjarta, og nú í kjölfar fjölmiðlafárs kringum vinkonu mína Hildi, og átakið #kvennastarf, finnst mér ég knúin til að koma því í orð.
Ég vinn í mjög karllægum bransa. Á báðum auglýsingastofunum sem ég hef unnið á hef ég verið eini kvenmaðurinn í minni deild. Ég hanna og framleiði myndbönd – animation, motion design, klippa, you name it. Og jú, ég hef ótal sinnum lent í því að fólk dragi þá ályktun að ég hafi ekki tæknilega getu og þekkingu á við kollega mína, vegna þess að ég er kona.
Það hefur lengi verið draumur minn að gera tónlistarmyndbönd, og ég hef mikið talað um það. Ég á grilljón skrilljón karlkyns vini sem eru tónlistarmenn, en ég held að það sé samt engin tilviljun að fyrsta manneskjan sem hafði trú á að ég gæti framleitt og leikstýrt myndbandi fyrir sig var Hildur, framvörður og fyrirmynd, sem nú er að taka slaginn við karlrembur og leiðindapúka í tónlistarbransanum. Ég er henni óendanlega þakklát fyrir að trúa á mig, og fyrir myndböndin tvö sem við höfum gert saman.
Á sama tíma finnst mér leiðinlegt að það sé ennþá svona, að það þurfi alltaf sterka konu til að valdefla aðrar konur. Því langar mig bara að biðja ykkur öll um að vera mindful um skoðanir og ákvarðanirnar sem þið takið í daglegu lífi, og hvort það felist kannski mögulega í þeim einhver ómeðvitaður kynjahalli.

Og kannski, ef þið komið auga á það, reyna að bæta úr því.
Meðfylgjandi – ég að klippa Bammbaramm myndbandið hennar Hildar. Ef þið eruð forvitin um myndböndin, þá er þau bæði að finna á www.andreabjork.com 🙂 pís át.

Hér er myndbandið við lagið Bammbaramm:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hundfúll eftir niðurlæginguna: ,,Skammarleg frammistaða“

Hundfúll eftir niðurlæginguna: ,,Skammarleg frammistaða“
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Líkur á að loftsteinn lendi á jörðinni skömmu fyrir jólin 2032

Líkur á að loftsteinn lendi á jörðinni skömmu fyrir jólin 2032
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Amorim staðfestir að meiðslin séu alvarleg

Amorim staðfestir að meiðslin séu alvarleg
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Róbert Orri kominn til Víkings

Róbert Orri kominn til Víkings
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Hættu í megrun – Svona léttist þú án þess að svelta þig

Hættu í megrun – Svona léttist þú án þess að svelta þig
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Dularfullar myndir frá Mars valda fjaðrafoki hjá samsæriskenningasmiðum – Musk vill rannsaka málið

Dularfullar myndir frá Mars valda fjaðrafoki hjá samsæriskenningasmiðum – Musk vill rannsaka málið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bayern gefst upp í bili

Bayern gefst upp í bili
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Þess vegna áttu ekki að kaupa mandarínur í neti

Þess vegna áttu ekki að kaupa mandarínur í neti
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Sigríður Andersen: Sjálfstæðismenn dýrka flokkinn eins og trúarbrögð eða íþróttalið

Sigríður Andersen: Sjálfstæðismenn dýrka flokkinn eins og trúarbrögð eða íþróttalið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.