Hér er örugglega það furðulegasta sem þú átt eftir að sjá í dag, ef ekki alla vikuna. Íbúi í Massachusetts tók þetta myndband af kalkúnum ganga frekar óhugnanlega í hring í kringum dauðan kött.
These turkeys trying to give this cat its 10th life pic.twitter.com/VBM7t4MZYr
— J… (@TheReal_JDavis) March 2, 2017
Frekar furðulegt! Myndbandið vakti mikla athygli og fóru netverjar að velta fyrir sér ástæðuna á bak við þetta undarlega atferli.
@TheReal_JDavis pic.twitter.com/7bdCFd8EGG
— 👨🏼🚀 (@Zincrozine) March 2, 2017
@TheReal_JDavis bro, they was waiting for u to give the eulogy
— ab_jilla (@kickzjilla) March 2, 2017
.@TheReal_JDavis Gobble gobble, toil and trouble!
— Khaleda Rahman (@khaleda) March 3, 2017
Sem betur fer er útskýring á þessari furðulegu hegðun. Alan Krakauer, líffræðingur frá háskólanum í Kaliforníu sagði við The Verge:
Stundum nálgast dýr, sem eru neðar í matarkeðjunni, rándýr – hegðun sem lítur út fyrir að vera áhættusöm en getur hjálpað bráðinni. Það lætur rándýrið vita að bráðin veit af rándýrinu og stundum hræðir það rándýrið í burtu.
Auðvitað er lík kattarins ekki hættulegt kalkúnunum en það getur verið að kötturinn hafi nýlega dáið og kalkúnarnir séu fastir í endalausum hring að elta fuglinn fyrir framan sig. Hver veit!