fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025

Lilja Þorvarðardóttir: Les Hobbitann, skilur ekki Twitter og vill hitta Jennu Marbles

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 4. mars 2017 20:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Þorvarðardóttir er stoltur Mosfellingur og starfar sem „free lance“ förðunarfræðingur. Hún vinnur einnig í hlutastarfi í snyrti- og förðunarbúð til að næla sér í aukapening. Það er nóg að gera hjá Lilju, en það mætti segja að hún sé stanslaust að vinna. Hún er búin að vera á fullu í förðun og taka að sér verkefni, þar á meðan allskonar listaverkefni. Lilja hefur áhuga á öllu sem tengist að búa til eitthvað með höndunum, eins og förðun, mála, teikna, skapa og svo framvegis.

Við hjá Bleikt fengum Lilju til að svara nokkrum spurningum um allt milli himins og jarðar.

Persónuleiki þinn í fimm orðum?

Orkumikil, metnaðarfull, hvatvís, öðruvísi og skapandi.

Hver er þinn helsti veikleiki?

Myndi segja þótt að það sé partur af persónuleikanum mínum þá er það hvatvísin mín.

Áttu þér mottó í lífinu?

Horfa alltaf á björtu hliðarnar þegar eitthvað fer úrskeiðis.

Stíllinn þinn í fimm orðum?

Tek frekar mikið inspo úr 90‘s. Clueless og circa Rachel season 2. Annars er það frekar trendy, 90‘s, glam.

Hvað er best við veturinn?

Að vakna við óhreyfðan snjó, eitthvað svo róandi við það.

Hvern dreymir þig um að hitta?

Væri líklegast einhver YouTuber, eins og Jenna Marbles og kærastinn hennar Julian Solomita eða Mykie sem er með Glam and Gore aðallega út af ég held við myndum verða bestu vinir.

Uppáhaldsbók?

Hobbitinn.

Hver er þín fyrirmynd?

Ég lít ótrúlega mikið inn á mig og reyni að vera sjálfri mér góð fyrirmynd en annars væri það líklegast fólkið í kringum mig.

Ef þú ættir þrár milljónir til að eyða í eitthvað – hvað yrði það? (bannað að segja skuldir)

Örugglega allar dýru förðunarvörurnar sem mig hefur langað í eða þá listavörur. Uppfæra tölvuna mína og kannski að mennta mig meira í förðun og list.

Twitter eða Facebook?

Facebook, skil almennilega ekki Twitter enn þá!

Hvaða hlutar gætir þú ekki verið án?

Tölvan mín líklegast.

Hvað óttastu mest?

Höfnun.

Hvaða tónlist er á spilunarlistanum?

Eitthvað með Ed Sheeran eða Kaleo.

Áttu þér eitthvað „guilty pleasure”?

Tölvuleikir.

Hvar er hægt að fylgjast með þér?

Instagram og Facebook @Liljathormua síðan er ég að fara starta Youtube síðu sem mun vera undir LiljaThor.

Hvað er fram undan hjá þér í vor?

Ég ætla taka þátt í Nyx Nordic Face Awards og vona að komast inn í keppnina!

Facebook síða Lilju.
Instagram síða Lilju

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Jákvæðar vendingar í óhugnanlegu máli – Mæðginum rænt af málaliðum á Kanarí

Jákvæðar vendingar í óhugnanlegu máli – Mæðginum rænt af málaliðum á Kanarí
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tuchel segir að Rashford þurfi að passa sig – Má ekki byrja að gera það sama

Tuchel segir að Rashford þurfi að passa sig – Má ekki byrja að gera það sama
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu færsluna: Pogba mikill aðdáandi leikmanns United – ,,Goðsögn“

Sjáðu færsluna: Pogba mikill aðdáandi leikmanns United – ,,Goðsögn“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fékk áfall þegar hann sá hver afborgun lánsins var eftir að vextirnir losnuðu – „Arion er að setja mig á hausinn“

Fékk áfall þegar hann sá hver afborgun lánsins var eftir að vextirnir losnuðu – „Arion er að setja mig á hausinn“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fór í fýlu en er mættur aftur í landsliðið

Fór í fýlu en er mættur aftur í landsliðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 19 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Nú drepa þeir tvo fyrir einn

Sigmundur Ernir skrifar: Nú drepa þeir tvo fyrir einn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.