Það eru ávallt ný tískuæði að skjóta upp kollinum, sum eru einföld og auðveld í framkvæmd eins og þegar ombré æðið mikla tók yfir heiminn í dágóða stund. Svo eru sum aðeins flóknari og kostnaðarsamari eins og fegrunaraðgerð þar sem búin er til hola í kinnunum þínum svo þú fáir svokallaða spékoppa.
Gervifreknur hafa verið skemmtilegt trend síðastliðið ár í förðunarheiminum, þá eru freknur málaðar á andlit með augnskugga, eyeliner eða augabrúnalit. Það er augljóst að æðið fyrir freknum er ekki að fara neitt, því nú hefur komið freknutrend sem er mun varanlegra. Það eru húðflúraðar freknur!
Freknuhúðflúr, eða „freckling“ eins og þetta er kallað á ensku, eru ekki eins varanleg og hefðbundin húðflúr. Þó freknurnar séu mjög greinilegar til að byrja með þá lýsast þær á nokkrum mánuðum og eiga að hverfa alveg eftir tvö ár.
Hvað finnst þér um freknuhúðflúr?