fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024

Forhúðarþrengsli – Hvað er til ráða?

doktor.is
Laugardaginn 4. mars 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forhúðin þroskast á fyrstu æviárunum. Á nýfæddum drengjum er forhúðin alltaf þétt upp að kóngnum. Einungis er lítið op fyrir þvagrennsli. Fyrstu mánuðina er forhúðin límd niður á slímhúð reðurhöfuðsins og það á ekki að reyna að draga hana aftur. Um eins árs aldur fer forhúðin að losna frá slímhúðinni og eftir það er yfirleitt hægt að draga forhúðina aftur án vandkvæða. Þó er ekki ráðlegt að draga forhúðina afturhjá svona ungum drengjum því hætta er á að smá sár myndist sem gróa með örvefsmyndun og þar með aukinhætta á forhúðarþrengslum.

Hverja er hægt að spyrja ráða?

Ef forhúðarþrengsli lagast ekki á fyrstu árunum er hætta á vandamálum. Rétt er að ræða við hjúkrunarfræðing eða lækni í ungbarnaeftirlitinu sem geta ráðlagt þér. Ef það gerist oft að fram kemur bólga undir forhúðinni er rétt að ræða við lækni. Oft er hægt að koma í veg fyrir sýkingar með því að læra að skola reglulega með volgu vatni undir forhúðina, t.d. með sprautu.

Ef forhúðin er mjög þröng og ekki útlit fyrir breytingu eða sýkingar tíðar og ekki gengur að skola getur verið nauðsynlegt að gera aðgerð.

Hvaða vandamál fylgja forhúðarþrengslum?

Forhúðarþrengsli (Phimosis) geta verið til staðar án nokkurra vandkvæða. Það er hverjum og einum í sjálfsvald sett hvort hann vill aðgerð. Vandamál byrja aðallega eftir kynþroska.

Við stinningu getnaðarlims með of þrönga forhúð er hætt við verkjum ef reynt er að draga forhúðina aftur og jafnvel rifur komið í hana. Stundum er jafnvel ekki hægt að ná henni til baka fyrr en limurinn er orðin linur. Ef svo er komið er rétt að ræða við lækni.

Hvernig eru forhúðarþrengsli meðhöndluð?

Það þarf að draga forhúðina reglulega aftur  t.d. alltaf þegar farið er í bað.  Það hjálpar til að víkka forhúðina ef hún er þröng. Tvær meðferðir eru við forhúðarþrengslum, annars vegar kremmeðferð og hins vegar skurðaðgerð. Yfirleitt er byrjað með kremmeðferð þar sem borið er  sterakrem  á þrengslin í 2-3 vikur samfara því að draga forhúðina aftur, Oftast dugar það en ef ekki þá þarf að víkka forhúðina í aðgerð sem annað hvort er gerð í staðdeyfingu eða í léttri svæfingu. Þá er gerður lítill langskurð sem víkkar forhúðina nægjanlega til að hægt sé að draga hana upp. Ef það gengur ekki án vandkvæða er getur í einstaka tilfellum þurft að fjarlægja forhúðina (umskera).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hörður hafði vart undan við að eyða líflátshótunum og ógeðfelldum ummælum – „Djöfull er þetta lasið“

Hörður hafði vart undan við að eyða líflátshótunum og ógeðfelldum ummælum – „Djöfull er þetta lasið“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

PSG kemur og fer – Byrjaðir að horfa aftur til Ítalíu

PSG kemur og fer – Byrjaðir að horfa aftur til Ítalíu
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ástir og örlög Schumacher fjölskyldunnar

Ástir og örlög Schumacher fjölskyldunnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Meistaradeildin: Ótrúleg dramatík í Írlandi er Víkingar duttu úr leik – Nikolaj klikkaði á víti á 98. mínútu

Meistaradeildin: Ótrúleg dramatík í Írlandi er Víkingar duttu úr leik – Nikolaj klikkaði á víti á 98. mínútu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.