fbpx
Fimmtudagur 20.febrúar 2025

Sylvía: „Það gerist ekkert þó svo að heimilisverkin bíði og matnum seinki smá“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 31. mars 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðustu daga hef ég mikið verið að fá samviskubit yfir því að geta ekki eytt eins miklum tíma með dóttur minni og ég hefði viljað.

Svona hefst grein Sylvíu Haukdal Brynjarsdóttur, bloggara á Ynjum, þar sem hún fjallar um nokkuð sem flestir foreldrar kannast við – samviskubitið gagnvart börnunum!

Sylvía heldur áfram:

Ég, eins og eflaust margar aðrar mæður, vil helst eyða öllum frítíma í að gera eitthvað með barninu mínu. En því miður er það bara ekkert alltaf hægt, það þarf að sinna heimilinu og svo mörgu öðru ásamt því að að vinna. Dóttir mín er á þeim aldri að hún nælir sér í öll veikindi, síðustu mánuði hefur hún nánast verið meira heima heldur en hjá dagmömmunni. Ég býst svo sem ekki við að þetta lagist í bráð, þar sem hún er að byrja á leikskóla í lok janúar.


Við foreldrarnir skiptum á milli okkar dögunum að vera heima með henni, en þegar ég er að vinna og hún heima finn ég fyrir svo miklu samviskubiti yfir því að vera ekki hjá henni, þegar hún er lasin og líður illa. Ætli það upplifi ekki flest allar mömmur það að þeim finnist þær vera ómissandi og að heimilið eigi ekki eftir að ganga upp án þeirra. En henni líður bara ofsalega vel heima með pabba sínum og heimilið gengur sinn vanagang þó ég sé að vinna. Tilfinningin er samt alltaf til staðar.

 

Ég man þegar að ég byrjaði fyrst að vinna eftir fæðingarorlof, ég mætti í vinnu áður en hún vaknaði og mér fannst hræðilegt að geta ekki vaknað með henni. Það er svo notalegt að vakna með barninu sínu og eiga notalega stund áður en allir drífa sig í vinnu og leikskóla. Sem betur fer er ég nú komin í vinnu þar sem ég get notið þess að vakna með henni á morgnana.

 

Samviskubitið er samt ekki bara þegar hún er lasin eða þegar ég get ekki vaknað með henni. Það er líka þegar allir koma heim eftir langan dag, yfirleitt byrjar maður á því að fara að undirbúa matinn og taka til á heimilinu. En barnið vill ekkert meira en að setjast niður með manni og leika eða lesa bók. Það er svo vont að þurfa að segja nei og sjá vonbrigðin á þessu litla fallega andliti. Núna gef ég mér alltaf tíma í að setjast niður með dóttur minni þegar við komum heim og eyði smá tíma með henni áður en heimilisverkin eru tekin fyrir. Þó ég nái bara stundum 15 mínútum þá finnst mér svo mikilvægt að gefa henni tíma.

 

Það gerist ekkert þó svo að heimilisverkin bíði og matnum seinki smá, það eru mikilvægari hlutir sem ég kýs að láta ekki bíða.


Greinin birtist fyrst á Ynjum

Smelltu hér til að lesa meira frá Sylvíu Haukdal Brynjarsdóttur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Guardiola fór yfir ástandið á Erling Haaland

Guardiola fór yfir ástandið á Erling Haaland
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Glazer var á leið til fundar með Donald Trump þegar hann var spurður út í ástandið hjá United

Glazer var á leið til fundar með Donald Trump þegar hann var spurður út í ástandið hjá United