Við hjá Bleikt höfum fjallað um hin ýmsu trend sem hafa tröllriðið fegurðarsamfélaginu á YouTube (e. beauty vlogging community). Til dæmis um daginn fjölluðum við um „100 laga áskorunina,“ þar sem sett eru hundrað lög af einhverri snyrtivöru á andlitið með misjöfnum árangri!
Ný trend að skjóta upp kollinum reglulega, eins og að setja á sig farða með vinstri höndinni ef þú ert rétthent og öfugt, eða setja á sig farða með brjóstapúða, nota aðeins highligther fyrir allt andlitið og lengi væri hægt að telja áfram. Trendið sem hefur verið mjög vinsælt og er sífellt að breytast, er að nota hina ýmsu hluti til að setja á sig farða, eins og brjóstapúða, smokk og tómata, já tómata!
Nú hefur örugglega furðulegasti aðskotahluturinn verið notaður, en það eru harðsoðin egg. Og að sögn þeirra sem hafa prófað virkar það bara nokkuð vel!
PopLuxe, sem var sá fyrsti til að prófa þetta, segir að þó lyktin sé ógeðsleg, þá er kalda áferð eggsins hressandi fyrir húðina.
Förðunarfræðingurinn Esther Gbudje hefur einnig prófað þessa aðferð fyrir Instagram fylgjendur sína.
Við getum varla beðið eftir næsta furðulega og skemmtilega trendi! Hvað segið þið kæru lesendur, gætuð þið ímyndað ykkur að nota harðsoðin egg í staðinn fyrir beauty blender?