fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025

Sigrún Jóns: „Ertu í alvörunni á lausu?“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 29. mars 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er búin að vera single síðan sumarið 2014, það er að detta í þrjú ár gott fólk.

Á þessum þremur árum hefur ekki á einu augnabliki hellst yfir mig eða kitlað mig sú löngun að eiga kærasta. Ekki eitt sekúndubrot. Ekki þegar myrkur vetrar og lægðir lágu yfir landinu eins og mara, yfirdrátturinn minn var í sögulegu hámarki og Útsvar var það eina í sjónvarpinu.

Ekki þegar sólin sleikti Austurvöll, gylltur bjórinn dansaði í glösunum og íslenska þjóðin söng í sameiningu og samhug „Ég er kominn heim“.Og ekki einu sinni þegar single vinkonurnar duttu ein af annarri úr partýgrúppunni og í sambönd með tælandi Tindermönnum nú eða þegar skrúfusleikshözzlið þeirra á Kaffibarnum varð að einhverju meiru.

Í þessum kringumstæðum öllum sat ég algerlega ósnert af löngun í vin, félaga, kærasta eða eiginmann.
Einhverjir gætu haldið að ég kæmi úr hræðilegu sambandi sem hefði brotið mig niður og gert mig afhuga karlmönnum en sú er ekki raunin. Ég á fjögur mislöng og misgefandi sambönd að baki sem tóku einhvern veginn við í einbreiðri röð, bitu í halann hvort á öðru eiginlega, svo úr varð raðkærastan ég. Alltaf ógeðslega hrifin strax, alltaf sjúklega ástsjúk og reddý í rússíbanann án þess kannski að ná að skoða heildarmynd og hugsanlega lokaniðurstöðu fyrst. En ég var auðvitað bara tvítug þegar ég steig inn fyrir sambandsþröskuldinn og fjörutíu og fimm þegar ég opnaði dyrnar aftur og steig út.
Út í hvað? Út í frelsi vissulega sem er samt frekar loðið og opið orð/hugtak, út í stuð og skemmtun án þess að vera með móral ef maður hefur áhuga á því, út í það að geta verið á nærfötunum heila pabbahelgi að taka Netflix maraþon, beisikklí út í það að haga mér eins og mér sjálfri sýndist á milli þess sem ég þurfti að sinna, hjartans börnunum mínum og vinnu auðvitað.

En á þessum þremur árum hafa spurningarnar:

A) “Ertu eitthvað að slá þér upp“?
B)„Ertu með einhvern í sigtinu“?
C) „Af hverju er svona glæsileg kona eins og þú á lausu“ (Takk Tinder gaurar fyrir að spyrja að þessu…)

reglulega dottið á mig.

Og svarið er alltaf það sama:

A)“ Nei“,
B)“Nei“ og
C)“Af því að mig langar að vera á lausu.“
Að einhvern langi til að vera á lausu þykir nefnilega stórmerkilegt hef ég komist að en yfirleitt ef ég kasta fram raðkærustudæminu er það oftast tekið gott og gilt. En það er stundum eins og það sé eitthvað mikið að hjá manni ef mann langar ekki í maka, vin, félaga eða kærasta. Smá spes.
En ef ég á að vera heiðarleg þá veit ég núna þremur árum síðar, þegar rykið eftir rússíbanann er að setjast, þá veit ég alveg hvað það var sem hvað það var sem blasti við mér þegar ég skellti í lás á sambandshúsinu mínu fjórskipta. Það var ég sjálf. Og ég hljóp beint í fangið á mér og hvíslaði „Ég er komin heim“!

Því ég þarf ekki maka til að halda í höndina á mér í myrkrinu og horfa á Útsvar með mér.

Ég slekk bara á sjónvarpinu, kveiki á kertum og hlusta á vindinn gnauða.

Ég þarf ekki kærasta til að gleðjast með mér á Arnarhól þegar Íslendingar unnu Englendinga, ég hafði sjálfa mig, teppi, kippu af bjór, eina vinkonu og þúsundir fólks sem öskruðu úr sér lungun ásamt mér.
Og ég þarf ekki vin til að halla mér upp að þegar ég samgleðst vinkonum mínum sem skoppa um með ástarblik í augum yfir Tinder sjarmörum og Kaffibars hönkurum. Ég hef þær og þær hafa mig áfram eins og áður var.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Stál-úlfur fær verðlaun frá KSÍ að sameina fólk í gegnum fótbolta

Stál-úlfur fær verðlaun frá KSÍ að sameina fólk í gegnum fótbolta
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Ragnhildur segir okkur ekki þurfa meiri skömm – „Aðra daga er allt í skrúfunni á síðustu stundu“

Ragnhildur segir okkur ekki þurfa meiri skömm – „Aðra daga er allt í skrúfunni á síðustu stundu“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stjórnarformaður United hótar starfsfólki eftir allar fréttirnar í vikunni – Fólk verði rekið ef það lekur í fjölmiðla

Stjórnarformaður United hótar starfsfólki eftir allar fréttirnar í vikunni – Fólk verði rekið ef það lekur í fjölmiðla
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Var hundeltur af gengi í Garðabæ – „Það komu tvö fjórhjól, krossari og BMW á eftir mér“

Var hundeltur af gengi í Garðabæ – „Það komu tvö fjórhjól, krossari og BMW á eftir mér“