Hegðun, atferli og framkoma í ástarleikjum er lykilatriði ef við ætlum að ná að tengjast bólfélögum okkar á fallegan hátt. Grunnurinn að góðu kynlífi er auðvitað að geta tjáð þarfir sínar og mörk, og á sama tíma að hafa rænu á að hlusta á það sem mótaðilinn þarf og hvar mörk hans liggja.
Það eru þó nokkrir hlutir sem ætti ALDREI að gera í rúminu. Hér er listi sem gæti bjargað þér einn daginn frá miklum vandræðagangi og jafnvel tryggt það að ástin haldist í lífi þínu.
Gerðu þessa 13 hluti ALDREI í ástarleik:
1. Spila Candy-crush í símanum þínum.
2. Gleyma kossum
3. Skipta skyndilega úr sexý svefnherbergisröddinni yfir í hversdagslegu „tala við þjónustufulltrúa í bankanum-röddina“
4. Vape-a (rafreykja). Það er lúðalegt og ber með sér vonda lykt.
5. Prjóna eða gera Sudoku á meðan þú ert tekin/aftan frá.
6. Ruglast á nöfnum – mjög mikilvægt að segja rétt nafn í hita leiksins. Nema auðvitað að þið séuð í hlutverkaleik sem Donald og Melania (til dæmis).
7. Svara símtali frá mömmu þinni (eða bara hvaða símtali sem er)
8. Byrja skyndilega að tala finnsku (nema þú sért Finni)
9. Svara tölvupósti
10. Fitja upp á nefið og segja „hvaða lykt er þetta?“
10. Fá fullnægingu, spretta upp og segja „jæja, leikurinn er að byrja“, RÉTT ÁÐUR en mótaðilinn fær það (að því gefnu að fullnæging sé mótaðilanum mikilvæg, en eins og lesendur ættu að vita er fullnæging ekki endilega æðsta markmið allra ástarleikja)
11. Nota ólífu- eða kókosolíu með venjulegu latex-smokkunum – þeir fara í klessu og gera þá ekkert gagn