Það var að koma nýtt skyr í búðir og var ég ekki lengi að næla mér í nokkrar dollur, ég elska allt með lakkrís! Ég ákvað að prufa að nota það í skyrköku og kom það svona líka vel út. Skyrið minnir mjög á gamla fjólubláa skólajógúrtið. Mæli með þessari fyrir helgina!
200 g Lu kanilkex
1 poki Maltesers
100 g smjör
1. Bræðið smjörið
2. Hakkið kexið og súkkulaðikúlurnar.
3. Blandið bræddu smjörinu saman við og þrýstið í 20 cm hringform.
4. Raðið lakkrísbitum yfir botninn ef vill.
500 g skyr
400 ml þeyttur rjómi
2 msk Johan Bulow lakkrísduft (má alveg sleppa)
1. Þeytið rjóma og bætið skyrinu og duftinu saman við.
2. Hellið yfir kexbotninn og kælið í 4 tíma lágmark.
3. Takið út og skreytið með berjum og lakkrís.
Uppskriftin birtist fyrst á Lady.is
Höfundur: Snædís Bergmann