Mæðgurnar, Sólveig og Hildur, halda úti bloggsíðunni maedgurnar.is þar sem þær deila gómsætum uppskriftum með fallegum myndum. Þær deildu nýlega uppskrift að Ratatouille með kartöflumús og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi að deila henni með lesendum.
Í svona fallegu vetrarveðri finnst okkur tilvalið að bjóða upp á dásamlegt ratatouille með heimalagaðri kartöflumús. Máltíðin er stútfull af góðu grænmeti og rennur ljúflega niður með gómsætri kartöflumúsinni.
Framkvæmdin er ekki flókin, en það þarf að byrja að huga að matseldinni með ágætum fyrirvara því við bökum kartöflurnar fyrir kartöflumúsina í 1 – 1 ½ klst. Þetta er reyndar hægt að gera löngu áður en byrjað er að elda hitt, því það eina sem þarf að gera er að setja kartöflurnar inn í ofn og bíða. T.d. má alveg baka kartöflurnar kvöldið áður og geyma í kæli.
Ratatouille-ið sjálft er ofureinfalt. Við byrjum á að baka grænmetið í ofninum í 12-15 mín, og blöndum því svo út í bragðgóða tómatsósuna.
Uppskrift fyrir 4-6
4 bökunarkartöflur
2 msk ólífuolía eða vegan smjör eða ykkar uppáhalds olía/smjör
1 tsk sjávarsaltflögur
nýmalaður svartur pipar
1 heill hvítlaukur (ef vill)
1 rauðlaukur, afhýddur og skorinn í u.þ.b. 2×2 cm bita
1 eggaldin, skorið í fernt eftir endilöngu og síðan í ½ cm bita
1 kúrbítur, skorinn í tvennt eftir endilöngu og síðan í ½ cm sneiðar
1 rauð papríka, steinhreinsuð og skorin í 2×2 cm bita
1 gul papríka, steinhreinsuð og skorin í 2×2 cm bita
1 appelsínugul papríka, steinhreinsuð og skorin í 2×2 cm bita
15 kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
4-5 greinar ferskt tímjan
2 msk kókosolía eða önnur hitaþolin olía
1 tsk rósmarín
1 tsk sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar
1 glas (400ml) tómatpassata
3 msk tómatpúrra
5 hvítlauksrif, marin
½ tsk tímjan
½ tsk rósmarín
¼ tsk cayenne pipar
1 tsk sjávarsaltflögur
1 krukka kjúklingabaunir, ef vill – má sleppa