fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

11 ára sonur hennar óttast að koma heim – „Það býr ókunnugur maður í húsinu mínu“

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 26. mars 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar 11 ára sonur minn hitti vin sinn um daginn heyrði ég hann segja þessi orð: „Það býr ókunnugur maður í húsinu mínu. Hann býr inn í þessu herbergi og heitir það sama og bróðir minn, en hann er ekki bróðir minn.“

Börn skynja aðstæður oft á svo undraverðan og einlægan hátt. Aðstæður verða oft óljósar þegar erfiðleikar steðja að og þá reyna þau að setja orð á þær til að gera þær skiljanlegri. Drengurinn minn hefði ekki getað orðað þetta betur á nokkurn hátt. En á sama augnabliki upplifði ég svo mikið vonleysi og sorg að ég átti erfitt með að halda aftur af tilfinningum mínum.


Lífið okkar í núinu felst í að lifa af aðstæður sem við völdum ekki sjálf en erum hluti af. Elsti sonur minn leiddist út í eiturlyfjaneyslu sem hefur gert það að verkum að heimillið er ekki lengur sá griðarstaður sem það var eitt sinn fyrir okkur hin. Ég bý ein með þessum þremur drengjum mínum. Þeir eru líf mitt og yndi og hafa alla tíð verið stærsta ástin í mínu lífi. Eflaust af þeim völdum er svo gríðalega sárt að finna vanmátt sinn og að upplifa að ástin er ekki nægilega sterkt afl til að koma í veg fyrir að fíkill verði hluti af manns daglega lífi.


Þessi fíkill hefur rænt okkur stórum hlut af lífinu, hann rændi syni mínum, bróður drengjanna minna og voninni. Þessi blessaða von sem maður ber fyrir barninu sínu um gott og heilbrigt líf með allri gleði og sorg sem því fylgir að vera virkur hluti af stórri heild. Voninni um að uppskera það sem maður sáir, að baráttan væri ekki til einskins.

Eflaust hljómar þetta afar dramatískt allt, en málið er þó einfaldlega að ég hef barist eins og ljónynja fyrir ungunum mínum alla tíð.

Einhverfa, adhd, sértækir námserfileikar og félagslegir erfiðleikar hafa fylgt okkar lífi. Í slíku lífi er maður ávallt með börnin í fyrirrúmi, alltaf. Endalausir teymisfundir, ráð og lausnir sem maður þarf að leita utan hins hefðbundna ramma. Sálfræðingar og annað sérmenntað fólk er eðlilegur hluti af okkar lífi og hefur verið nær því öll mín ár sem móðir. Ég veit að ég fór alla leið alltaf með ástina í hendinni að berjast fyrir mínum drengjum. Samt er staðan þannig í dag að nú hefur bæst við enn eitt verkefnið sem ég kann ekki að bregðast við og veit ekki hvernig er hægt að vernda heimilið fyrir.


Ég veit ekki hvernig ég get verndað yngri syni mína fyrir þeim áhrifum sem þessi fíkill hefur. Óttanum sem hann hlítur hægt og rólega að koma inn fyrir hjartað og kvíðanum sem fylgir því að koma heim til sín. 11 ára sonur minn óttast að koma einn heim eftir skóla því að þessi ókunnugi maður gæti verið þar, þessi maður sem hann kallaði eitt sinn stóra bróður sinn.

Eflaust þarf þessi rödd að heyrast því stundum finnist manni verkefni lífsins vera manns eigin. Þó maður reyni að smyrja gleði, jákvæðni og von ofan á brauðið, þá sjá þessi ungu augu meira og skynja óttan í móður hjartanu mun sterkari en maður heldur oft.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2